RelanPro Tungumálakerfi

Á UT-menntabúðum I kynnti Björn Hilmarsson, framkvæmdastjóri Ferli ehf., Relanpro tungumálakerfið.

RelanPro kerfið er sérstaklega hannað fyrir tungumálakennslu. Með RelanPro er hægt að fara í vefsíðu, stofna bekki, nemendur og verkefni. Hægt t.d. að stofna möppu fyrir dönskuverkefni og senda þau inn í kerfið. Kennari getur svo stofnað þær möppur sem hann þarf og sendir inn hljóðskrár í þær.
Nemendur nálgast svo efnið m.þ.a. nota snjallsíma eða spjaldtölvur og fá upp þau verkefni sem kennarinn úthlutar, en kennari getur úthlutað á allan bekkinn eða á ákveðna nemendur. Nemendur geta hlustað á verkefnin og svarað inn í hljóðskrárnar. Þegar nemandi er ánægður með sín svör, getur hann sent inn og skilað verkefninu, kennarinn sér þá á vefsíðunni hverjir hafa lært heima.

Með notkun Relanpro vefkerfisins opnast möguleiki fyrir nemendur að læra í gegnum snjallsíma eða spjaldtölvur þegar þeim hentar heima við. Nemendur geta hlustað aftur og aftur og með verkefnunum er hægt að láta nemendur svara inn í hljóðskrár og senda inn til kennara. Með þessu kerfi fáum við nemendur til að tala !

RelanPro fyrir töluvstofur skóla:
Frá RelanPro kemur líka tungumálakerfi fyrir tölvustofur og er þá sett upp forrit á allar vélar í tölvustofunni. Kennari getur þá stýrt öllum vélum, slökkt á skjám, læst lyklaborði og mús eða leyft öllum að fara í ákveðna slóð í heimasíðu og nemendur komast ekkert annað á meðan.
Einnig getur kennari ræst upp t.d. Excel eða önnur forrit á öllum vélum og nemendur komast ekki í önnur forrit á meðan.

Allar nánari upplýsingar hjá Ferli ehf. í síma 544-5888 eða á www.ferli.is.
Menntabúðir 1 – fréttir

Fyrstu menntabúðir vetrarins voru haldnar í dag. Slagorð dagsins voru „Trix, tækni og tengslanet“. Einstaklega var gaman að sjá hversu margir mættu og tóku þátt í þessari velheppnuðu tilraun með okkur.

Svæðinu var skipt upp í 7 stöðvar og voru umfjöllunarefnin af ýmsum toga. Dagskráin gerði ráð fyrir eftirfarandi umfjöllunarefnum: twitter (#menntabudir @ut_torg), Doceri, TouchCast, Turfhunt, Relanpro, PowToon, Vendikennsla, Opið menntaefni, Pinterest, Vefveggspjöld.

Mikið fjör og góðar umræður sköpuðust sem náðu langt út fyrir dagskránna og var almennt mat þátttakenda að búðirnar hefðu tekist vel. Einnig komu fram tillögur um umfjöllunarefni fyrir næstu menntabúðir sem verða haldnar fimmtudaginn 7. nóvember. Skráning er þegar hafin.

Sólveig Jakobsdóttir og Svava Pétursdóttir fjalla um menntabúðirnar á bloggsíðum sínum. Smelltu á nöfnin þeirra til að lesa færslurnar.

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á menntabúðunum 31. október 2013.