MegaMenntabúðir Fréttir

Miðvikudaginn 28. september síðastliðinn voru haldnar Mega Menntabúðir.
Um 100 þátttakendur mættu og tóku virkan þátt í viðburðinum sem var sameiginlegt átak Menntamiðju, UT-torgs, Sérkennslutorgs, Náttúrutorgs, Tungumálatorgs, Nýsköpunartorgs, Stærðfræðitorgs, Rannum, Reykjavíkurborgar og Landskrifstofu eTwinning.

Alls fóru fram 21 mjög fjölbreyttar kynningarnar, þær voru eftirfarandi:

Ármann Halldórsson frá Verslunarskóla Íslands kynnti hermi- og hlutverkaleikinn Klappland.
Stefán Bergsson frá Skáksambandi Íslands kynnti verkefnið Kennari verður skákkennari.
Hróbjartur Árnason frá kynnti forritin Office Mix og Onenote Classroom.
Björn Leví Gunnarsson og Þröstur Bragason frá Menntamálastofnun kynntu Micro Bit smátölvuna.
Ásta Ólafsdóttir frá Réttarholtsskóla kynnti verkefnið Creating games using Scratch.
Guðmundína Arndís Haralsdóttir og Rósa Harðardóttir frá Kelduskóla og Langholtsskóla kynntu verkefnið Book it!
Bergþóra Þórhallsdóttir frá Kópavogsskóla kynnti forritið Keywe.
Hrefna Björk Sigurðardóttir og Anna Wahlström frá Leikskólanum Holti kynntu verkefnið The four headed dragon.
Sólveig Þórarinsdóttir frá Leikskólanum Ösp kynnti verkefnið „Kulturudveksling„.
Hlíf Magnúsdóttir frá Selásskóla kynnti verkefnið „Grimmi tannlæknirinn„.
Sigurþór Einarsson, kennaranemi við kynnti forritið Yammer.
Þorbjörg Guðmundsdóttir frá Akurskóla, Reykjanesbæ, kynnti danska Dúkkulísuverkefnið.
Ólöf Ágústína Stefánsdóttir frá Langholtsskóla kynnti hugleiðingar um textílmennt.
Björgvin Ívar Guðbrandsson frá Langholtsskóla kynnti Kvikukassa.
Margrét S. Björnsdóttir frá kynnti forritið GeoGebra.
Tinna Breiðfjörð Guðjónsdóttir frá Félagsmiðstöðinni Laugó kynnti óformleg UT-studd námskeið.
Erla Stefánsdóttir frá Mixtúra margmiðlunarveri SFS kynnti forritið Reco Live.
Hans Rúnar Snorrason frá Hrafnagilsskóla kynnti verkefnið „e-Window„.
Elín Þóra Stefánsdóttir frá Grunnskóla Bolungarvíkur kynnti verkefnin „e-Show og Username: children Password: right.
Salvör Gissurardóttir frá kynnti Office 365 forritin Forms, Sway og QR-kóða.
Hjördís Ýrr Sveinsdóttir frá Hraunvallaskóla kynnti verkefnið Blastic.

Í lok dags veittu Ágúst Hjörtur Ingþórsson og Guðmundur Ingi Markússon fulltrúar frá Landskrifstofa eTwinning ofangreindum eTwinning verkefnum gæðamerki eTwinning. Sérstök landsverðlaun voru veitt Grunnskóla Bolungarvíkur fyrir verkefnið Sound by sound step by step together, sem er samstarfsverkefni fjögurra landa og sameinar list, tónlist, leiklist og látbragðsleik.

Sjá nánar á vef Landskrifstofu eTwinning.

Þessa dagana heldur iNámskeið eTwinning námskeið fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólakennara. Í boði eru tvö námskeið annars vegar staðnámskeið og hins vegar fjarnámskeið. Smelltu hér til að skoða auglýsinguna.

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á Menntabúðunum
Menntabúðir II haust 2014 – fréttir

Síðastliðinn fimmtudag voru haldnar menntabúðir með aðeins öðruvísi fyrirkomulagi en venjulega. Búðirnar voru haldnar í samstarfi við Landskrifstofu Rannís og þemað var eTwinning. Kennarar í samstarfsverkefnum ásamt fulltrúum eTwinning kynntu ýmis verkefni og margar spennandi nýjungar í eTwinning. Eftir menntabúðirnar var móttaka í Fjöru þar sem Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður mennta- og menningarsviðs Rannís og Landskrifstofu Erasmus+, menntaáætlunar ESB, afhenti gæðaviðurkenningar fyrir verkefni síðasta skólaárs.

Þeir sem fengu viðurkenningar að þessu sinni voru:
Elín Stefánsdóttir, Grunnskóla Bolungarvíkur, fyrir verkefnin Christmas movie og A movie – I’m different, and I’m proud of it.
Zofia Marciniak, Grunnskóla Bolungarvíkur, fyrir verkefnið Art Connects Us.
Kolbrún Svala Hjaltadóttir og samstarfskennarar, Flataskóla, fyrir verkefnin The tree full of spring birdsMore than frozen water og Schoolovision 2014.
Ragna Gunnarsdóttir, Flataskóla, fyrir verkefnið The European Chain Reaction 2014 og Primary students experiment, observe, investigate and create.
Rósa Harðardóttir og Laufey Einarsdóttir, Kelduskóla, fyrir verkefnið Blue Planet.
Rósa Harðardóttir, Kelduskóla, fyrir verkefnið Postcards from Europe.
Anna Magnea Harðardóttir, Hofsstaðaskóla, fyrir verkefnið Europe-so many faces.
Anna Sofia Wahlström, Leikskólanum Holti, fyrir verkefnið From picture to adventure.
Ásta Erlingsdóttir og samstarfskennarar, Landbúnaðarháskóla Íslands, fyrir verkefnið Social Networks and European Diversity.
Ásta Ólafsdóttir, Réttarholtsskóla, fyrir verkefnin Maths is everywhere 2013 og Tilings in Europe.

Í lokin var dregið var á milli skólanna og fengu Hofsstaðaskóli og Flataskóli gjafabréf í Tölvulistanum að andvirði 175 þúsund kr. hvor.

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á menntabúðunum 16. október 2014