Menntabúðir sem starfsþróun

Menntabúðir eins og við köllum EduCamp eða EdCamp er skemmtilegasta og áhrifaríkasta leiðin til starfsþróunar sem ég hef tekið þátt í síðastliðin ár. Menntabúðir hafa verið í þróun hér á landi síðan 2012 og hef ég verið svo heppin að vera þátttakandi í því ferli frá bryjun. Upprunalega módelið af Educamp, sem við vinnum eftir kemur frá Kólumbíu. Sjá grein eftir Diego Ernesto Leal Fonseca hjá EAFIT University.

Markhópurinn okkar er kennarar á öllumskólastigum og kennaranemar, en einnig hafa aðilar utan þess ramma tekið þátt og gefið búðunum skemmtilegan blæ. Meginmarkmið menntabúða er óformleg jafningjafræðsla og að efla tengslanet þátttakenda. #menntabudir #uttorg

Viðfangsefni hverra menntabúða á vegum UT-torgs er upplýsingatækni í námi og kennslu út frá ákveðnu þema, þátttakendum er einnig frjálst að koma með tillögur að umfjöllunarefni. Skipulagið er mjög sveigjanlegt, þátttakendur skrá sig, gefa stutta lýsingu á kynningu ef þeir vilja vera með kynningu. Þó eru kynningar mjög oft ákveðnar á staðnum.

UT-torg hefur staðið fyrir menntabúðum í samstarfi við Menntamiðju, Rannum, Reykjavíkurborg, Menntasmiðju, 3F, Nýherja, Epli og Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Mjög ánægjulegt er að fylgjast með útbreiðslu aðferðarinnar hér á landi sem fer eins og eldur í sinu. Fjöldi skóla hafa tekið hana upp, aðlagað hana að sínum aðstæðum og hefur hún m.a. verið nýtt sem vettvangur fyrir kennara, nemendur og forledra.

Í þessari viku eru áætlaðar menntabúðir í Ólafsfirði og á Vesturlandi. Samstarfshópurinn sem stendur að menntabúðum á Norðurlandi #Eymennt samanstendur af kennurum og skólastjórnendum. Og verða þær haldnar í Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði á morgun 1. nóvember kl. 16:15. Sjá auglýsingu.

Hjálmur Dór Hjálmsson stendur að menntabúðum á Vesturlandi „Skapandi skólastarf á Vesturlandi“ í samstarfi við kennara og skólastjórnendur. Og verða þær haldnar fimmtudaginn 3. nóvember kl. 15:30 í Grunnskóla Borgarfjarðar, Varmalandi. Sjá auglýsingu.

Markmiðið er að halda menntabúðir í sem flestum skólum í hverjum landshluta.




Menntabúðir haust 2015

Á haustmisseri 2015 verða haldnar þrennar menntabúðir um upplýsingatækni í námi og kennslu. Yfirleitt á sama tíma kl. 16:15-18:15 ýmist í stofu H-207  eða K-207 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð. Þær eru haldnar samhliða UT-átaki Menntamiðju og UT-torgs Samspil 2015 og fylgja mánaðarlegu þema þess.

Menntabúðir hafa fest sig í sessi sem nútíma starfsþróun starfandi kennara á öllum skólastigum. Skólar víða um land hafa tekið upp menntabúðaformið og nýtt á starfsdögum eða á fundartímum. Menntabúðir er samkoma eða fundur þar sem kennarar koma saman og deila þekkingu og reynslu á upplýsingatækni sín á milli. Þær hafa verið kallaðar „e. Unconference“. Í sttu máli skiptast þátttakendur í kynna og áhorfendur, nokkrar stöðvar eru settar upp þar sem kynnar segja frá einhverju áhugaverðu tengdu UT, biðja um aðstoð við að leysa ákveðið vandamál eða kennslu á UT-verkfæri. Áhorfendur ganga á milli stöðva, fylgjast með og eru virkir í samræðum á þeim stöðvum sem vekja áhuga þeirra. Mikil áhersla er lögð á tengslamyndun og samvinnu fólks sem er að þreifa sig áfram með nýtingu nýrrar tækni og miðla í skólastarfi. Meginmarkmiðið er að skapa jafningjaumhverfi þar sem miðlun þekkingar og reynslu á sér stað. Þátttaka er ókeypis.

Skráning er nauðsynleg, með því að smella á myndirnar hér fyrir neðan ferðu á auglýsingasíðu þar sem þú getur skráð þig. Við hvetjum þátttakendur til að hafa meðferðis fartæki (fartölvu, spjaldtölvu, snjallsíma, …).

Menntabúðir 18. september 2015. Þema: Námsumsjón og námsmat. Smelltu á myndina hér til hægri til að skoða auglýsinguna og skrá þig.  
Menntabúðir 28. október 2015. Þema: Forritun og leikjafræði. Smelltu á myndina hér til hægri til að skoða auglýsinguna og skrá þig.  
Menntabúðir 25. nóvember 2015. Þema: Netbundin verkfæri tengd námssviðum. Smelltu á myndina hér til hægri til að skoða auglýsinguna og skrá þig.  

Samstarfsaðilar menntabúða eru:
UT-torg og Menntamiðja
Fagaðilar og framhaldsnemar í upplýsingatækni og miðlun,
Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM)
Reykjavíkurborg og Menntasmiðja