eTwinning ráðstefna í Róm 2014

http://conference2014.etwinning.net/http://conference2014.etwinning.net/videos/

Logo_litid_etw

Það voru glaðværir ferðalangar sem hittust á Keflavíkurflugvelli snemma morguns miðvikudagsins 26. nóvember. Þarna voru á ferðinni 7 kennarar og 2 verkefnisstjórar eTwinning á Íslandi og voru flestir að hittast í fyrsta sinn. Ferðinni var heitið til Rómarborgar á árlega ráðstefnu eTwinning sem haldin var í 9. sinn.

Mjög vel var tekið á móti þreyttum ferðalöngum á stórglæsilegu Marriott Park Hotel seint aðfararnótt fimmtudagins 27. nóvember, eftir 22 klukkustunda ferðalag. Hópurinn fékk að upplifa ýmsilegt á þessu langa ferðalagi, m.a. týndur farangur, flug fellt niður og hótel uppbókað.

Snemma að morgni fimmtudagsins 27. nóvember var förinni heitið í skoðunarferð um miðbæ Rómar. Þar sem áhugi hópsins var mismunandi var ákveðið að skiptast í þrjá smærri hópa. Mikið var um að vera í borginni m.a. voru kennarar að mótmæla og kröfðust hærri launa. Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar í bæjarferðinni.

Ráðstefnan var sett kl. 14:00 þann dag. Sjá nánari umfjöllun á ráðstefnuvefnum: http://conference2014.etwinning.net/2014/11/27/plenary-session-welcome-to-the-etwinning-2014-conference/. Það var menntamálaráðherra Ítalíu, Davide Faraone, sem hélt upphafsræðuna og bauð alla velkomna. Að því loknu fluttu fulltrúar NSS nokkur orð, því næst flutti Antonio Silva Mendes frá framkvæmdastjórn ESB nokkur orð og að lokum Marc Durando frá European Schoolnet. (sjá glærur)
Heildardagskránna er að finna hér: http://conference2014.etwinning.net/programme/

Að þessu sinni var það Lord David Puttnam sem flutti Keynote ræðuna sem gaf tóninn fyrir ráðstefnuna. Erindi hans sem var mjög áhugavert og áhrifaríkt, kallaðist “We are encountering three “climate changes” at once – digital, ecological and economic. Can our education systems cope with this triple threat?” Á eftirfarandi hlekk er umfjöllun um ræðuna hans: http://conference2014.etwinning.net/2014/11/28/plenary-session-ii-keynote-address-lord-david-puttnam-resilient-education/

Dagurinn endaði í stórskemmtilegum leik “Game of Romes”. Öllum þátttakendum hafði í upphafi verið skipt í hópa sem áttu að leysa ýmis verkefni í sameiningu. Meðal verkefna var að hanna grímu í anda skylmingaþræla (gladiators), semja sögu saman og tísta henni og semja dans við fyrirfram ákveðið lag. Þessir leikar voru mjög skemmtilegir og hristu mannskapinn vel saman.

Að kvöldi dags var boðið upp á glæsilegt kvöldverðarhlaðborð á 6. hæð hótelsins, þar sem allir þátttakendur ráðstefnunnar snæddu saman og áttu ánægjulega kvöldstund. Kvöldið endaði á útsýnisferð þar sem litin voru helstu kennileiti borgarinnar.

Að morgni föstudagsins 28. nóvember voru haldnar mjög fjölbreyttar og áhugaverðar vinnustofur. Sjá yfirlit hér: http://conference2014.etwinning.net/workshops/.

Við tókum þátt í eftirfarandi vinnustofum:

How to teach coding – Ingrid Maadvere and her pupils (sjá glærur)
Þessi vinnustofa var vel skipulögð og efnið aðgengilegt. Ingrid og tveir nemendur hennar kynntu verkefni þeirra sem unnið var með skóla á Ítalíu. Þau sýndu okkur helstu tól sem þau hafa verið að nota sem má sjá á glærunum hér fyrir ofan. Í lokinn fengu allir að prufa forritið Scrats til mikilar lukku og voru nemendur og kennara úr skólanum tilbúnir að aðstoða.

Hér fyrir neðan er hlekkur á umfjöllun um vinnustofuna á ráðstefnuvefnum: http://conference2014.etwinning.net/2014/11/28/how-to-teach-coding-workshop/

Introducing Coding to your Classroom – Tommaso Dalla Vecchia
Frábær vinnustofa sem var farið í helstu tól sem hægt væri að nota til að kenna forritun og hvað það væri mikilvægt að kennara myndu kynna sér þetta sem fyrst til að geta kennt nemendum sínum. Eftir innlegg frá kennara var hópum skipt í smærri einingar til að ræða hvað þeirra skóli hafi gert.

Kelduskóli komst á blaðið og var myndaband sýnt frá skólanum í báðar vinnustofur sem Tommaso var með. Hér má sjá grein og myndband um Code of the Week sem skólinn tók þátt í http://www.appland.is/blogg/code-of-the-week-kelduskoli

Setting online safety standards for schools – Janice Richardson and Stefan Opsomer
Í þessari vinnustofu var farið yfir það hvernig skólar gætu unnið að áætlun fyrir öruggari notkun á internetinu. Hópnum var skipt í smærri einingar sem áttu að vinna áætlun, margar vangaveltur komu fram og vildu sumir hafa allt harðlæst á meðan aðrir vildu hafa allt opið. Einnig var fjallað um að hver skóli ætti að setja reglur um internetið og netnotkun.

How to Flip your Clasroom! – Það var Helen de Lange sem hélt þessa vinnustofu sem var mjög vel skipulögð og efnið mjög aðgengilegt og skýrt (sjá glærur). Fyrirmynd hennar að vendikennslu er Katie Gimbar, sjá Ted-Ed myndskeið: http://ed.ted.com/on/BynFDc4l. Hún benti vefsíðuna: http://www.kennisnet.nl/themas/flipping-the-classroom/ en þar er að finna margar hugmyndir. Þau verkfæri sem hún nýtir sér eru: Camtasia, Jing, Screencast-o-matic, Screeenr, TeachingChannel, Edmodo, Khanacademy, Sparkol, TEDEd, Flip de Clip, Educreations, Youtube, Dropbox, Explain everything, Flipped classroom workshop.

Við fengum mikla hvatningu en einnig kviknuðu margar hugmyndir um hvernig við getum nýtt vendikennslu í störfum okkar.
Hér má sjá hlekk á umfjöllun um vinnustofuna á ráðstefnuvefnum:

http://conference2014.etwinning.net/2014/11/28/how-to-flip-your-classroom/

Twitter in the class and staffroom – Bart Verswijvel og Arjana Blazic.
Frábærir vinnustofustjórar, þau voru mjög hvetjandi og hugmyndarík og fengu þátttakendur til að taka virkan þátt. Arjana var með okkur í beinni útsendindu frá Ameríku. Þarna fengum við margar hugmyndir sem auðvelt er að tileinka sér og nýta þennan frábæra samskiptamiðil í kennslu. Sem dæmi má nefna að nemendur þurfa ekki að vera skráðir notendur til að nýta twitter, mögulegt er að nota hópskráningu; senda QR-kóða; varpa fram spurningum; búa til “fake” notanda t.d. látinn rithöfund; tísta dansandi og margt fleira, sjá nánari útfærslur á eftirfarandi slóð: . Þrátt fyrir smá hnökra í internettengingunni var þessi vinnustofa alveg ómetanleg.

Responsible use of the Internet – Sarah Willoughby. Í þessum vinnubúðum fjallaði Sarah um örugga notkun internetsins, fram fóru heilmiklar umræður og vangaveltur um bestu starfsvenjur í þeim efnum. Hún var með nokkuð af kennsluefni, bæklinga, bækur og dvd diska sem þátttakendur gátu tekið með sér heim. Á heimasíðu Safer Internet Centre í Bretlandi er að finna hagnýtar upplýsingar sem hægt er að nýta í kennslu: http://www.saferinternet.org.uk/. 10. febrúar er Alþjóðlegi netöryggisdagurinn, það eru SAFT og Samtökin Heimili og skóli sem standa fyrir áhugaverðri dagskrá og hvetjum við alla skóla til að kynna sér og taka þátt (fylgist með auglýsingu á http://www.saft.is). Til gamans má geta að Kelduskóli og Hólabrekkuskóli eru skráð í eTwinning verkefni sem tengist þessum degi. Eftirfarandi eru krækjur í fleiri heimildir: Esafety Label, Insafe, Esafety kit, Digital universe, Being online activity book og Safer Internet Day.

Á eftirfarandi hlekk er hægt að sjá glærur úr nokkrum vinnubúðum: http://conference2014.etwinning.net/presentations-2/

Dagurinn endaði á stórglæsilegum kvöldverði á Palazzo Taverna Via Dei Gabrielli. Húsið sem var byggt á 13. öld var í alla staði mjög aðlaðandi, borð- og húsbúnaður var hinn glæsilegasti. Við fengum skemmtilega borðfélaga frá Lúxemborg, Belgíu og Hollandi og voru umræður mjög fjölbreyttar.

Á laugardagsmorgninum gat hver og einn tekið þátt í einni vinnubúð en það voru 13 í boði. Stórglæsileg lokasamkoman var haldin í stærsta salnum á fyrstu hæð hótelsins, undir yfirskriftinni eTwinning & Competences. Þátttakendur í pallborðsumræðunum voru Brian Holmes, EACEA, Riina Vuorikari, IPTS, Donatella Nucci, Italian NSS og Patrick Griffin, University of Melbourne.

Að lokum voru veitt verðlaun fyrir Game of Romes leikinn. Ein úr okkar hópi fékk bol og heyrnartól í verðlaun fyrir frábæra framistöðu í leiknum. Síðdegis var svo haldið heim á leið og var ferðin nánast áfallalaus.

Ferðin var í alla staði frábær, vel skipulögð og mjög vel heppnuð. Það sem stendur upp úr er fólkið sem við kynntumst, hugmyndirnar sem við fengum til að nýta UT í störfum okkar og allar hugmyndirnar um framtíðar eTwinning-verkefni.

Takk fyrir okkur,
eTwinning ferðalangarnir,
Bjarndís og Rakel.