Menntabúðir 1 – fréttir

Fyrstu menntabúðir vetrarins voru haldnar í dag. Slagorð dagsins voru „Trix, tækni og tengslanet“. Einstaklega var gaman að sjá hversu margir mættu og tóku þátt í þessari velheppnuðu tilraun með okkur.

Svæðinu var skipt upp í 7 stöðvar og voru umfjöllunarefnin af ýmsum toga. Dagskráin gerði ráð fyrir eftirfarandi umfjöllunarefnum: twitter (#menntabudir @ut_torg), Doceri, TouchCast, Turfhunt, Relanpro, PowToon, Vendikennsla, Opið menntaefni, Pinterest, Vefveggspjöld.

Mikið fjör og góðar umræður sköpuðust sem náðu langt út fyrir dagskránna og var almennt mat þátttakenda að búðirnar hefðu tekist vel. Einnig komu fram tillögur um umfjöllunarefni fyrir næstu menntabúðir sem verða haldnar fimmtudaginn 7. nóvember. Skráning er þegar hafin.

Sólveig Jakobsdóttir og Svava Pétursdóttir fjalla um menntabúðirnar á bloggsíðum sínum. Smelltu á nöfnin þeirra til að lesa færslurnar.

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á menntabúðunum 31. október 2013.
Locatify – Frír aðgangur til 22. sept.

Ákveðið hefur verið að halda kerfi Locatify opnu til 22. september til þess að sem flestir kennarar geti prófað það og búið til ratleiki fyrir snjallsíma. Locatify var með vinnustofu á ráðstefnu í Norðlingaskóla í síðustu viku sem ýmsir áhugasamir kennarar sóttu og var einnig með kynningu á skólaþingi Eplis í Salaskóla í þessari viku. Margir eru að prófa sig áfram og höfum við fengið góð viðbrögð. Aðgangur að kerfinu hefur verið seldur til Noregs og Svíþjóðar þar sem ratleikjahefð er sterk.

Samantekt

  • Fyrir iPhone, iPad með GPS og Android snjallsíma
  • Leikurinn byggir á GPS staðsetningarhnitum, kortum, myndum, spurningum, smáleikjum og þrautum
  • Ýmis konar þema getur verið í leikjunum t.d. jarðfræði, saga, landafræði, arkitektúr, danska, listir
  • Eitt eða fleiri teymi keppa sín á milli við að finna fjársjóði
  • Upplýsingar leiks eru sendar á vefsíðu leiksins þar sem jafnframt er hægt er að sjá hvar keppendur eru staddir
  • Hægt er að nota búnað í eigu skólanna eða nota Hnetu frá Nova (netpung) og snjallsíma nemenda.

Með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan getur þú sótt TurfHunt smáforritið annað hvort í AppStore eða GooglePlay.

Google_Play App_Store
Nýsköpun í námi – Ratleikir í snjallsíma

Ratleikir hafa löngum verið stundaðir þar sem þátttakendur leysa úr þrautum og keppa að því að vera fyrstir að ná settu marki. Með tilkomu snjallsíma er hægt að búa til ratleiki útfrá staðsetningarhnitum og nota skjá símans sem verkefnaborð en fyrirtækið Locatify hefur búið til ratleikjaforritið TurfHunt og vefsíðu þar sem ratleikir eru hannaðir.

Ratleikirnir eru einstakir, þeir eru fjölspilaleikir sem leiknir eru utandyra til skemmtunar, fræðslu og hópeflis. Í þeim er verið að kanna svæði, kynnast staðháttum og menningu út á landi eða í borgum, um er að ræða nýja leið til fræðast og leika sér á sama tíma.

Hugmynd um hefðbundna fjársjóðsleiki er útfærð með nýrri tækni þar sem samskipti spilara, ögrandi þrautir og sýndargull spila stóran þátt. Nýjungin er meðal annars fólgin í því að keppendur geta séð staðsetningu sína og hinna liðanna á skjá símans. Um leið er hægt að fylgjast með liðunum af vefsíðu þannig að þeir sem ekki taka beinan þátt geta verið áhorfendur. Einnig er hægt að skrá eitt lið til keppni.

OLYMPUS DIGITAL CAMERANemendur og kennarar geta hannað sína eigin leiki útfrá námsefninu
Með ratleikjum í síma er skapað nýtt form sem kennarar og nemendur, undir handleiðslu kennara, geta útbúið leiki í hinum ýmsu fögum sem taka mið af umhverfinu. Hægt er að nota það til sögukennslu, kennslu í umhverfisvísindum, líffræði, landafræði, stærðfræði, fornleifafræði, listum, íþróttum og fleiri fögum. Leikirnir geta verið búnir til á ýmsum tungumálum.

Um leið og unnið er með þessi ákveðnu fög er verið að ýta undir sköpunargáfu og þróa ýmsa hæfileika sem eru mikilvægir í hópavinnu eins og t.d. samskiptahæfni, leiðtogahæfileika og fjölhæfni við lausn vandamála. Um leið er verið að stuðla að sterkari sjálfsmynd, eins og t.d. hjá þeirra sem eiga við lestrarerfiðleika að stríða en geta nýtt hæfileika sína á annan hátt utan skólastofunnar.

Gamla máltækið, það er leikur að læra á hér vel við en með því að upplifa og breyta aðstæðum eiga nemendur oft auðveldara með að muna námsefnið en þegar hefðbundari lærdómsaðferðum er beitt. Þetta á bæði við nemendur í skólum og þátttakendur í fullorðinsfræðslu.

Almennt um ratleikjakerfið
Leikirnir er spilaðir í fjölspilakerfi og símarnir eru nettengdir.  Þetta eru keppnisleikir út á örkinni þar sem leikendur fá ábendingar, þrautir til að leysa og spurningar til að svara. Staðsetning hrindir af stað viðeigandi verkefnum á réttum stöðum.

Á á vefsíðu Locatify er hægt að búa til ratleiki á einfaldan og skilvirkan hátt. Þar er hægt að setja saman leik með kortum, hljóðskrám, myndum, myndböndum, staðsetningarhnitum, spurningum og sýndargulli. Leikirnir eru búnir til af kennurum og nemendum sem setja sig í spor leikjahönnuða. Nemendur hafa aðgang að eigin gagnabanka en kennarar geta deilt sínum gögnum og jafnframt séð stöðu nemenda í leik.

Stuðningur
Þróun ratleikjakerfisins hófst með stuðningi frá Nordic Game og í Nordplus verkefni var unnið að frekari þróun leikja í samvinnu við kennara og forsvarsmenn jarðvanga á Íslandi, Noregi og Svíþjóð.  Nú eru ratleikirnir notaðir í kennslu víða á Norðurlöndunum. Einnig hafa söfn og jarðvangar sett upp ratleiki til skemmtunar og fróðleiks fyrir viðskiptavini sína.

steinunn (1)Snjallbúnaður í skólum
Í nokkrum skólum á Íslandi er verið að prófa sig áfram með að nota spjaldtölvur í kennslu en enn sem komið er lítið til af kennsluefni fyrir þessan miðil, það sem til er er yfirleitt á ensku. Mikilvægt er að búa einnig til efni á íslensku. Þessi vettvangur á eftir að eflast og í framtíðinni verður hægt að velja á milli ýmissa kennsluforrita sem eru skraddarasaumuð fyrir spjaldtölvur þar sem leikur er samtvinnaður námi. Með nýjum forritum er verið að útvíkka kennsluaðferðir og með því að nýta þau snjalltæki sem nemendur nota dags daglega er hægt að stuðla að frekari áhuga þeirra á námi.

Smelltu hér til að skoða glærurnar frá málstofunni á ráðstefnunni „Tilbúin fyrir tæknina?“.