Menntabúðir IV – Fréttir

Fimmtudaginn 13. nóvember sl. voru haldnar fjórðu menntabúðir vetrarins og þemað að þessu sinni var „Vendikennsla“. Að vanda voru kynningarnar fjölbreyttar og þátttakendur komu víða að. Gaman var að sjá hversu mörg ný andlit bættust við þátttakendahópinn. Það var Ölgerðin – Egill Skallagrímsson sem sá okkur fyrir veitingum í kaffihléinu. Skráning er þegar hafin á síðustu menntabúðir þessa árs sm haldnar verða fimmtudaginn 27. nóvemer og þemað verður „Brot af því besta“. Smelltu hér til að skrá þig.

Svæðinu var skipt upp í 4 stöðvar í fyrra hollinu og svo í 3 stöðvar í seinna hollinu og hvort holl stóð yfir í 45 mínútur. Ein stöðin var í gegnum Google Hangouts en það var Tryggvi Hrólfsson frá Menntaskólanum á Tröllaskaga sem kynnti „Sögu tölvuleikja og Moodle“. Ákveðið var að prófa að skrá endurgjöf þátttakenda á Padletborð, smelltu hér til að skoða það.

Eftirfarandi kynningar voru:

 • kynnig á reynslu kennara í Akurskóla
 • kynning á edPuzzle (veflægtforrit til að gera gagnvirk myndskeið)
 • kynning á hvernig mismunandi tæki og tól henta mismunandi kennurum. Reynslusögur frá Keili.
 • saga tölvuleikja og Moodle, Framhaldsskólinn á Tröllaskaga
 • Hvað bera að hafa í huga við innleiðingu á MET (með eigin tæki (BYOD)) í grunn- og framhaldsskólum
 • kynning á skjáupptökuforritum, Screnncast-o-matic, Camtasia og Stage Pro (interactive whiteboard fyrir iPad).
 • Tryggvi Thayer – kynning á nýju Erasmus+ verkefni: FLIP – Flipped Learning in Praxis.

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á menntabúðum 13. nóvember 2014

 

 
Menntabúðir – haustmisseri 2014

Haustmisserið 2014 verða haldnar 5 menntabúðir um upplýsingatækni í námi og kennslu. Alltaf á sama tíma kl. 16:15-18:15 í stofu H-207 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð. Skráning er nauðsynleg, þú skráir þig með því að smella á dagsetningarnar hér fyrir neðan.

18. september:    Fartækni/snjalltækni
16. október:         eTwinning
30. október:         Sköpun
13. nóvember:     Vendikennsla
27. nóvember:    Opið hús/brot af því besta

Nútíma starfsþróun
Menntabúðir er samkoma þar sem fólk kemur saman til þess að miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum. Þær eru ætlaðar starfandi kennurum á öllum skólastigum og kennaranemum. Meginmarkmiðið er að skapa jafningjaumhverfi þar sem miðlun þekkingar og reynslu á sér stað. Jafnframt fá þátttakendur tækifæri til að læra og prófa sig áfram með ýmis áhugaverð viðfangsefni. Menntabúðir stuðla að tengslamyndun og samvinnu fólks sem er að þreifa sig áfram með nýtingu nýrrar tækni og miðla í skólastarfi.

Þátttakendur geta fengið staðfesta viðurkenningu á endurmenntun frá Starfsþróun Menntavísindastofnunar HÍ. Þátttaka er ókeypis en gert er ráð fyrir virkri þátttöku. Þátttakendur eru beðnir að koma með framlag í búðirnar en ekki er ætlast til að allir komi með innlegg. Framlög geta verið margbreytileg, t.d. að segja frá kennsluhugmynd, vefsíðu, forriti, smáforriti, námsskrárvinnu, eða að varpa fram spurningum. Þátttakendur eru hvattir til að koma með fartæki (fartölvu, spjaldtölvu, snjallsíma,…) með sér og hægt verður að tengjast neti. 

Samstarfsaðilar menntabúða eru:
UT-torg og Menntamiðja
Fagaðilar og framhaldsnemar í upplýsingatækni og miðlun,
Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM)
3f – félag um upplýsingatækni og menntun
Menntasmiðja

Auglýsingaplakat á PDF formi.

Myndirnar hérna fyrir neðan eru samansafn af menntabúðum skólaárið 2013-2014.
Vendikennsla.is

Námsgagnastofnun hefur opnað vefinn Vendikennsla, þar er hægt að deila námsefni til að nýta við vendikennslu. Efnið er vistað hjá Námsgagnastofnun og er öllum opið án endurgjalds.  Engin ritstýring verður á efninu en staðfesta þarf höfundarrétt og veita þarf samþykki fyrir birtingunni.

Vefurinn er skýr og einfaldur í notkun. Nú þegar er komið inn þó nokkuð af efni til að nýta í íslensku- og náttúrufræðikennslu.
Menntabúðir 2 – fréttir

Aðrar menntabúðir vetrarins voru haldnar í dag. Slagorð dagsins voru „Nýsköpun í nóvember. Einstaklega ánægjulegt var að sjá hversu margir mættu og tóku þátt í þessari velheppnuðu tilraun með okkur. Einnig var ánægjulegt að sjá hversu mörg ný andlit bættust í hópinn frá fyrstu menntabúðum.

Svæðinu var skipt upp í 9 stöðvar og voru umfjöllunarefnin af ýmsum toga. Dagskráin gerði ráð fyrir eftirfarandi umfjöllunarefnum: Kynning á valnámskeiðinu „Skapandi verkfræði og forritun„; Kynnng á Google umhverfinu og hvernig það er notað í kennslu; Kennsla á iPad smáforritin Stop Motion; Puppet Pals og Book Creator; Gerð stemningsmynda (moodboard, visionboard) með Pinterest og Polyvore; Rafræn dreifibréf (smore), fréttabréf og póstlistar (MailChimp), vefsmíðar með scrollkit; Smáforrit í stærðfræðikennslu; VendikennslaExplain Everything og Final Argument; Myndrænir örmiðlar Vine (tengt Twitter) og Instragram; Kynning á Edmodo kerfinu; Smáforrit í sérkennslu, Puppet Pals, Story Creator og Bitsboard; Kynning á Socrative og umræður um rafræna prófmiðla; Smáforrit frá Gebo Kano, Segulljóð fyrir iPad og iPhone, Krakkaseglar fyrir iPad, Kveikjarinn ritunaræfingaforrit bæði fyrir spjaldtölvur og borðtölvur, Formþrautaleikurinn IKUE sem tengist rúmskynjun og rúmfræði; MOOC – hvað er það, möguleg þróun UT-MOOC’s á Íslandi; Moodle; Gagnaukinn veruleiki með spjaldtölvum og snjallsímum. Smáforrit á borð við:  Aurasma, Wikitude, LandscapAR.

Mikið fjör og góðar umræður sköpuðust á stöðvunum sem náðu langt út fyrir dagskránna og var almennt mat þátttakenda að búðirnar hefðu tekist vel. Í lokin stjórnaði Svava Pétursdóttir umræðum þar sem þátttakendur tjáðu sig um viðburði dagsins. Fram komu tillögur um umfjöllunarefni fyrir næstu menntabúðir sem verða haldnar fimmtudaginn 21. nóvemberSkráning er þegar hafin.

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á menntabúðunum 7. nóvember.
Menntabúðir 1 – fréttir

Fyrstu menntabúðir vetrarins voru haldnar í dag. Slagorð dagsins voru „Trix, tækni og tengslanet“. Einstaklega var gaman að sjá hversu margir mættu og tóku þátt í þessari velheppnuðu tilraun með okkur.

Svæðinu var skipt upp í 7 stöðvar og voru umfjöllunarefnin af ýmsum toga. Dagskráin gerði ráð fyrir eftirfarandi umfjöllunarefnum: twitter (#menntabudir @ut_torg), Doceri, TouchCast, Turfhunt, Relanpro, PowToon, Vendikennsla, Opið menntaefni, Pinterest, Vefveggspjöld.

Mikið fjör og góðar umræður sköpuðust sem náðu langt út fyrir dagskránna og var almennt mat þátttakenda að búðirnar hefðu tekist vel. Einnig komu fram tillögur um umfjöllunarefni fyrir næstu menntabúðir sem verða haldnar fimmtudaginn 7. nóvember. Skráning er þegar hafin.

Sólveig Jakobsdóttir og Svava Pétursdóttir fjalla um menntabúðirnar á bloggsíðum sínum. Smelltu á nöfnin þeirra til að lesa færslurnar.

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á menntabúðunum 31. október 2013.
Ráðstefna í Norðlingaskóla

Samtök áhugafólks um skólaþróun standa fyrir ráðstefnu í Norðlingaskóla þann 14. ágúst n.k., þemað erTilbúin fyrir tæknina? Sóknarfæri og hindranir!“Að vanda er í boði mjög metnaðarfull dagskrá með fyrirlestrum, málstofum, verkstæðum,  sýningum og kynningum.

Eftirfarandi erindi verða fyrripart dags:

 • „Nátttröll í nýju ljósi?“ Um hættuna á stöðnun kennsluhátta og náms með notkun upplýsingatækni. Ragnar Þór Pétursson, kennari í Norðlingaskóla.
 • Smíðavöllurinn – Stafræn miðlun, skapandi vinna og nám. Björgvin Ívar Guðbrandsson, kennari í Langholtsskóla.
 • Að venda sinni kennslu í kross! Sagt frá speglaðri kennslu (e. flipped classroom) á Háskólabrú Keilis. Hlíf Böðvarsdóttir, framhaldsskólakennari við Háskólabrú.
 • Veröld ný og góð: Um hugmyndir, áætlanir og ótta við ný tæki. Hörður Svavarsson, skólastjóri við leikskólann Aðalþing.

Eftirfarandi málstofur verða seinnipart dags: 

 • „Paddan sem breytti lífi mínu“. Reynsla kennara af gerð kennslumynda með spjaldtölvu. Kristján Bjarni Halldórsson, stærðfræðikennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
 • Rafræn skólastofa – virkjum nemendur til náms. Ágúst Tómasson og Ágústa Bárðardóttir, kennarar í Vogaskóla.
 • Málstofa um innleiðingu tölvu- og upplýsingatækni. Eygló Sigurðardóttir, kennari í Sjálandsskóla.
 • Af skjá í bók. Rannveig Lund, sérfræðingur í lestri og stafsetningu.
 • Nemendur með sérþarfir og upplýsingatæknin. Þorbjörg Garðarsdóttir, kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
 • Spegluð kennsla / Vendikennsla (e. flipped instruction, reversed teaching). Hlíf Böðvarsdóttir, framhaldsskólakennari við Háskólabrú og Soffía Waag Árnadóttir, forstöðumaður Háskólabrúar.
 • Málstofa – Mentor kynnir nýtt viðmót fyrir nemendur. Vaka Óttarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentor á Íslandi.
 • Fartækni og skólaþróun. Sólveig Jakobsdóttir (soljak@hi.is), Skúlína Hlíf Kjartansdóttir (shk10@hi.is).  
 • Forritun – vinnustofa. Rakel Sölvadóttir, Skema.
 • Innleiðing á spjaldtölvum í kennslu – Hvað þarf að hafa í huga? Þóra Halldóra Gunnarsdóttir, Skema.
 • Tæknibrölt í Grundaskóla. Flosi Einarsson og Borghildur Jósúadóttir.
 • GarageBand í kennslu. Ólafur Schram, tónmenntakennari í Sjálandsskóla.
 • Bitsborda appið í kennslu. Hrafnhildur Sigurðardóttir, umsjónarkennari á miðstigi í Sjálandsskóla.
 • Educreation appið í kennslu. Ingunn Þóra Hallsdóttir, umsjónarkennari á yngsta stig í Sjálandsskóla.
 • Námskeið um ratleiki fyrir síma. Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir, verkefnisstjóri Locatify.