Náttúrutorg – starfssamfélag náttúrufræðikennara

image_pdfimage_print

Markmið verkefnisins er:

  • Að auka samstarf milli náttúrufræðikennara
  • Að skapa gagnabanka náttúrufræðikennara
  • Að auka fagþekkingu kennara
  • Að auka kennslufræðilega þekkingu kennara og getu þeirra til að takast á við verklega kennslu, útikennslu, vettvangsferðir og að nýta upplýsingatækni í sinni kennslu
  • Að auka nýtingu upplýsingatækni í náttúrufræðikennslu

Starfsemi Náttúrutorgs er margþætt:

Vinnustofur: Náttúrutorg hefur staðið fyrir vinnustofum fyrir kennara og mun gera það áfram. Við höfum kallað þær það þar sem kennarar hafa hist, stundum fengið utanaðkomandi fræðslu en stundum miðlað þekkingu og reynslu sín milli og unnið að eigin starfsþróun í samfélagi við aðra kennara. Hægt er að skipuleggja vinnustofur fyrir skóla og kennarahópa. Hafið samband við verkefnastjóra.

Samfélag náttúrufræðikennara : Hluti verkefnisins er að byggja upp starfssamfélag á neti og eru allir náttúrufræðikennarar og áhugafólk um eflingu náttúrufræðikennslu hvatt til að skrá sig í hóp náttúrufræðikennara á Facebook.

Safna í gagnabanka: Það verkefni hefur ekki farið almennilega á flug en mjór vísir er hér og hér á senda inn efni.

Kennsluráðgjöf: Náttúrutorg býður upp á kennsluráðgjöf í samráði við samstarfsaðila. Ráðgjöfin er sérsniðin að þeim sem hana þiggja og getur verið m.a. í formi áhorfs, viðtala, ábendinga á kennsluefni og aðferða. Hafið samband við verkefnastjóra vegna kennsluráðgjafar.

Rannsóknir á náttúrufræðinámi og kennslu: Mikilvægt er að koma á og efla samband skóla og fræðasamfélags. Saman geta þessir aðilar unnið að þróun kennsluhátta og námsgagna. Sjá verkefnin.

Scroll To Top