Android í Hólabrekkuskóla

image_pdfimage_print

Kveikjan að verkefninu voru bréfaskriftir nemenda 8. árgangs til skólastjóra. Í apríl 2013 hófst samstarfs- og tilraunaverkefni Hólabrekkuskóla, Upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar, Skóla- og Frístundasviðs og Nýherja.

Verkefnið gengur út á að skoða hvernig hægt er að nýta Samsung spjaldtölvur með android stýrikerfi við kennslu og horfa til framtíðar hvað varðar samþættingu nýrra kennsluhátta og tækni.

Í unglingadeild Hólabrekkuskóla er Netskóli Reykjavíkur (Moodle) notaður í ýmsum fögum. Í verkefninu verður athyglinni sérstaklega beint að því hvernig nýta má skólann í sjálfri kennslustofunni, en hingað til hefur hann eingöngu verið notaður til að vinna heimaverkefni og fyrir sjálfsnám nemenda.

Á síðu verkefnisins verður hægt að fylgjast með gangi mála og hvaða smáforrit (öpp) og önnur forrit eru notuð í verkefninu.

Comments are closed.

Scroll To Top