Upplýsingatækni í Salaskóla – Ný leið að námi

image_pdfimage_print

Í Salaskóla stendur yfir þróunarverkefni um notkun iPad í námi og kennslu. Markmiðið er að skoða og nýta sem mest af þeirri tækni sem er í boði fyrir nemendur og kennara í námi og kennslu.  Á vef verkefnisins er hægt að fylgjast með framvindunni. Þar er að finna ýmsar upplýsingar og kennslumyndskeið um smáforritin, skipulag og utanumhald, uppsetningu og notkun AppleTV.

Í upphafi stóð til að prófa tvo möguleika til að auka UT í námi og kennslu í Salaskóla, þ.e. iPad og Windows MultiPoint. Skólanum tókst ekki að verða sér úti um MultiPoint þjóninn, þess vegna varð aðaláherslan á innleiðingu iPadsins. Ekki er úti öll nótt varðandi MultiPoint innleiðinguna þar sem verkefnið hefur verið framlengt til næstu áramóta.

Hér fyrir neðan getur þú horft á upptöku af erindi Hafsteins Karlssonar, skólastjóra Salaskóla, á ráðstefnu 3f, HR og Upplýsingar „Í skýjunum“.

Comments are closed.

Scroll To Top