Tækniþróun og framtíð menntunar

nmc_HRK122013_0Síðan 2008 hefur New Media Consortium (NMC) gefið út fjölda skýrslna þar sem fjallað er um nýjustu tækniþróun og hvaða áhrif hún kann að hafa á menntastarf. Skýrslurnar ná yfir fjölmargar hliðar menntunar, allt frá grunnmenntun til háskólamenntunar, einstakar námsgreinar og nám sem á sér stað utan skóla. Markmið NMC er að hjálpa skólafólki og yfirvöldum að horfa til framtíðar í stefnumótun og ákvarðanatöku um þróun menntunar. Á þessu ári hafa þegar komið út nokkrar skýrslur. Tvær eru um áhrif tækniþróunar á grunn-, framhalds- og háskólamenntun, ein um háskólamenntun í Ástralíu og ein um háskólamenntun í Suður og Mið-Ameríku.

Allar skýrslur er hægt að sækja ókeypis á vef NMC: http://www.nmc.org/publications