Moodle

image_pdfimage_print

Námsumsjónarkerfið Moodle er frír og opinn hugbúnaður sem er aðgengilegur fyrir alla. Kerfið virkar þannig að kennarar búa til heimasíðu til að halda utan um nám og verkefni nemenda. Kerfið byggir á mörgum einingum sem auðveldlega er hægt að raða saman í gagnvirkt námsumhverfi fyrir netlægt námskeið.

Á Moodle samfélagsvefnum eru miklar upplýsingar, þar er m.a. hægt að hlaða niður kerfinu, taka þátt í umræðu, leita eftir aðstoð o.fl.

Kristbjörg Olsen verkefnastjóri Kennslumiðstöðvar HÍ hefur umsjón með samvinnuverkefni starfsfólks Háskólans á Akureyri, Háskóla Íslands og Verkmenntaskólans á Akureyri um gerð vefs með Moodle-leiðbeiningum. Leiðbeiningarnar eru vel skipulagðar, hnitmiðaðar og samanstanda bæði af texta og myndskeiðum. Efnisflokkarnir eru notandi, nemandi og kennari.

Margir framhaldsskólar og nokkrir grunnskólar eru að nýta Moodle í námi og kennslu. Grunnskóli Seltjarnarness vann að þróunarverkefninu Moodle í skólastarfi skólaárið 2009-2010. Skv. skýrslunni náðust markmið verkefnisins sem voru að halda utan um námsáfanga í náttúrufræði og dönsku. Verkefnið gekk svo vel að við bættist vefur fyrir samfélagsfræðina. Hér getur þú séð yfirlit yfir áfangana sem eru uppsettir í Moodlekerfi Grunnskóla Seltjarnarness.

Grunnskólar Reykjavíkur nýta Moodle. Á Námsvef grunnskólanna er að finna mikið af upplýsingum og leiðbeiningum um hvernig nýta má Moodle í námi og kennslu á grunnskólastigi. Grunnskólar Kópavogs nýta sér einnig þennan vef.

2 comments

  1. Anna María Þorkelsdóttir

    Námsvefur grunnskólanna er opinn fyrir alla grunnskóla sem áhuga hafa.

Scroll To Top