MOOC – opin netnámskeið

image_pdfimage_print

Mikil þróun hefur átt sér stað á undanförnum fimm árum í svokölluðum MOOC námskeiðum (massive open online courses). Í skýrslu starfshóps á vegum rektors Háskóla Íslands var notuð íslenska þýðingin opin netnámskeið. Um er að ræða tegund fjarnáms sem fer að öllu leyti fram á netinu og ekki er gert ráð fyrir neinu staðnámi. Þau eru öllum opin að kostnaðarlausu og miða að því að laða sem flesta þátttakendur að, þó það takist kannski ekki alltaf.

Þróun námskeiða af þessum toga tengjast þróun og áherslum varðandi opið menntaefni (open educational resources), opið aðgengi að fræðilegu efni (open access), opinn hug- og vélbúnað (open source software and hardware), opna menntun (open education).

Upphaflegu MOOC námskeiðin svonefnd cMOOC byggja á tengistefnu (connectivism) og námi í tengslanetum. En öllu þekktari er gerð MOOC sem hefur mjög verið að ryðja sér til rúms og hefur verið kölluð xMOOC. Þar er áherslan á efni sem prófað er úr yfirleitt sjálfvirkt en til viðbótar er oft í boði að fólk myndi námshópa með  þeim sem einnig eru skráðir í námskeiðið.

Mörg álitamál tengjast framboði MOOC námskeiða og má þar nefna brottfall, mat á þátttöku og sjálfbærni. Ein þekktasta veitan fyrir xMOOC námskeið er Coursera, en sjá má lista yfir efnisveitur á http://mooc.ca. Þar er einnig vísað á námskeið, þar á meðal námskeiðið Open Online Experiences (cMOOC) sem hefst 3. september 2013 og mun standa fram í maí 2014. Námskeiðið er ætlað kennurum frá grunnskóla upp í háskóla sem vilja nýta upplýsingatækni í sinni kennslu.

Í hverjum mánuði er tekið fyrir ákveðið þema, http://www.ooe13.org/learning-topics/ Áhugavert er aðskoða hvort/hvernig þetta módel hentar í símenntuna kennara í UT. Mætti t.d. setja sambærilegt námskeið upp fyrir kennara hér á landi?

Scroll To Top