Myndvinnsla í iPad

image_pdfimage_print

Photo editor er app fyrir iPad, iPhone og iPad touch. Forritið býður upp á að taka ljósmyndir og vinna þær á einfaldan hátt: kroppa, breyta um liti, lýsa, setja texta á myndirnar, laga birtu, konstrast, teikna inn á myndirnar og margt fleira. Forritið hentar vel til að vinna myndefni fyrir t.d. kennslu eða til að láta nemendur vinna myndefni fyrir verkefni. Þannig er hægt að vinna myndina áður en hún er vistuð. Einnig er hægt að sækja myndir í gagnabanka, setja inn í forritið og vinna þær.

Þegar búið er að vinna myndefnið býður forritið upp á að vista myndina í myndabankanum, deila henni á Facebook, Flickr, Tumblr, eða senda í tölvupósti svo dæmi sé tekið.

Ef þú vilt losna við auglýsingar og uppfæra forritið er hægt að gera það fyrir smá pening. Photo editor er skemmtilegt og einfalt forrit bæði fyrir kennara og nemendur.

Ida Marguerite Semey.

One comment

  1. Lára Stefánsdóttir

    Þetta er þrælgott forrit fyrir alla almrnna vinnslu.

Scroll To Top