Námsgagnastofnun nýr vefur

image_pdfimage_print

Vefurinn Start er gagnvirkur vefur í dönsku fyrir miðstig. Hann er ætlaður sem ítarefni með kennslubókinni Start. Fimm leikir af níu eru tilbúnir til notkunar en fljótlega munu fjórir leikir bætast við.

Vefurinn er uppsettur sem púsluspil með fimm púslum sem hvert og eitt er gagnvirkur leikur. Bak við púsluspilið er mynd sem birtist smám saman eftir því sem nemandinn lýkur við leikina. Þegar nemandi hefur lokið við einn leik og náð í því 80% árangri snýst það púsluspil við og þá sést í myndina á bak við.

Hugmyndin með þeirri útfærslu er að það verði hvatning fyrir nemendur að ljúka við sem flesta leiki til að sjá hvernig myndin lítur út.

Scroll To Top