Menntabúðir III 2014 – fréttir

image_pdfimage_print

Fimmtudaginn 10. apríl sl. voru haldnar UT-menntabúðir í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð. Að þessu sinni var annað snið á búðunum. Í staðinn fyrir að skipta svæðinu í nokkrar stöðvar þar sem eitt viðfangsefni er kynnt á hverri stöð, var einungis ein stöð og fóru allar kynningarnar fram þar.

Kristín Jónsdóttir kynnti FlipGrip, 90 sek. video-frásögn. Kennari leggur fram spurningu sem nemendur svara í 90 sek. myndskeiði.
Bjarndís Fjóla Jónsdóttir kynnti Powtoon, hvernig það er nýtt í ljósmyndunarkennslu. Einnig hvernig Smore er nýtt í upplýsingatæknikennslu.
Ásdís Steingrímsdóttir kynnti Pinterest, samfélagsmiðill – vefsíðusafn.
Þorbjörg Guðmundsdóttir kynnti Touchcast, mjög flottar videokynningar (VideoWeb).
Ágústa Guðmundsdóttir kynnti Kahoot, veflægt spurningakerfi sem byggir á game-based digital pedagogy. Virkar á öllum tækjum.
Salvör Gissurardóttir kynnti Hopscotch, einfalt forritunarmál fyrir iPad. Kynningarmyndskeið á íslensku.
Tryggvi Thayer kynnti Raspberry pi, lófastór tölva sem keyrir á Linux stýrikerfinu. Tölvuna er hægt að forrita til að gera nánast hvað sem er.

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á menntabúðunum.

Scroll To Top