Menntabúðir I haust 2014 – Fréttir

image_pdfimage_print

Í dag voru haldnar Menntabúðir í stofu H-207 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð. Þetta voru fyrstu menntabúðir skólaársins og þemað var snjall- og fartækni. Um 50 manns mættu og tóku virkan þátt. Að þessu sinni var skipulagið öðruvísi en venjulega. Ekki voru fyrirfram ákveðnar stöðvar heldur var sett upp Padlet borð og þátttakendur beðnir um að skipta sér í þriggja manna hópa og ræða innbyrðis um hvaða umfjöllunarefni ætti að fjalla um og útnefna þann í hópnum sem myndi kynna. Til varð þetta Padlet borð.

Miklar og góðar umræður spunnust á hverri stöð. Ánægjulegt var að sjá hversu margir nýjir mættu. Almann ánægja var með búðirnar, allir kynntust einhverjum nýjum aðila og allir munu mæla með menntabúðum. Skráning er þegar hafin á næstu menntabúðir sem verða þann 16. október á sama stað kl. 16:15-18:15 og þemað verður eTwinning.

Umfjöllunarefnin voru: 

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á menntabúðunum 18. september 2014

Comments are closed.

Scroll To Top