Menntabúðir IV – Fréttir

image_pdfimage_print

Fimmtudaginn 13. nóvember sl. voru haldnar fjórðu menntabúðir vetrarins og þemað að þessu sinni var „Vendikennsla“. Að vanda voru kynningarnar fjölbreyttar og þátttakendur komu víða að. Gaman var að sjá hversu mörg ný andlit bættust við þátttakendahópinn. Það var Ölgerðin – Egill Skallagrímsson sem sá okkur fyrir veitingum í kaffihléinu. Skráning er þegar hafin á síðustu menntabúðir þessa árs sm haldnar verða fimmtudaginn 27. nóvemer og þemað verður „Brot af því besta“. Smelltu hér til að skrá þig.

Svæðinu var skipt upp í 4 stöðvar í fyrra hollinu og svo í 3 stöðvar í seinna hollinu og hvort holl stóð yfir í 45 mínútur. Ein stöðin var í gegnum Google Hangouts en það var Tryggvi Hrólfsson frá Menntaskólanum á Tröllaskaga sem kynnti „Sögu tölvuleikja og Moodle“. Ákveðið var að prófa að skrá endurgjöf þátttakenda á Padletborð, smelltu hér til að skoða það.

Eftirfarandi kynningar voru:

  • kynnig á reynslu kennara í Akurskóla
  • kynning á edPuzzle (veflægtforrit til að gera gagnvirk myndskeið)
  • kynning á hvernig mismunandi tæki og tól henta mismunandi kennurum. Reynslusögur frá Keili.
  • saga tölvuleikja og Moodle, Framhaldsskólinn á Tröllaskaga
  • Hvað bera að hafa í huga við innleiðingu á MET (með eigin tæki (BYOD)) í grunn- og framhaldsskólum
  • kynning á skjáupptökuforritum, Screnncast-o-matic, Camtasia og Stage Pro (interactive whiteboard fyrir iPad).
  • Tryggvi Thayer – kynning á nýju Erasmus+ verkefni: FLIP – Flipped Learning in Praxis.

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á menntabúðum 13. nóvember 2014

 

 

Comments are closed.

Scroll To Top