Sáttmáli um upplýsinga- og samskiptatækni í Brekkuskóla hefur verið samþykktur á lýðræðislegan hátt.
Sáttmálinn byggir á fjórum grunnstoðum og er eftirfarandi:
Menntun:
- Við nýtum upplýsinga- og samskiptatækni í námi og kennslu og leggjum okkur fram um að efla gagnrýna hugsun í menntun til uppbyggingar.
Gleði:
- Við leggjum okkur fram um að nota upplýsinga- og samskiptatækni af öryggi og að okkur líði vel í allri umgengni um tæknina.
- Við virðum hvert annað í samskiptum og í allri notkun og meðferð samskiptatækja.
Umhyggja:
- Við vöndum okkur í allri notkun og umgengni við upplýsinga- og samskiptatæki.
- Brekkuskóli er samfélag þar sem við stöndum saman og sýnum umhyggju í allri notkun og meðferð samskiptatækja.
- Við dæmum ekki og erum tilbúin til að aðstoða hvert annað.
Framfarir:
- Við stefnum sífellt á að bæta árangur okkar í námi og kennslu um leið og við tökumst á við breytingar sem felast í tækniþróun í námi og kennslu.
- Við setjum okkur sífellt ný markmið við innleiðingu tækni í skólastarfinu og metum hvernig okkur tekst að ná þeim.
- Við leitumst við að efla okkur sem nemendur og starfsfólkog nýtum tæknina á uppbyggilegan og jákvæðan hátt og líklegt er að verði okkur til framdráttar.
Það gerum við með því að:
- Nýta tæknina á uppbyggilegan hátt við nám og kennslu
- Virða verkstjórnarhlutverk kennara í kennslustundum
- Virða rétt félaga okkar til að stunda nám sitt án truflunar
- Virða rétt kennara til að kenna án truflunar
- Óska eftir leyfi kennara ef við viljum nota tölvur, síma og önnur samskiptatæki í kennslustund
Nánar má lesa um sáttmálann á heimasíðu Brekkuskóla.