Íslensk smáforrit tilnefnd til Bettverðlaunanna 2016

Kids Sound Lab, er eitt af sjö smáforritum í flokknum smáforrit í Menntun sem valið hefur verið til Icon Kidssoundlab með textaúrslita á alþjóðlegu BETT ráðstefnunni, sem haldin verður í janúar á næsta ári.

BETT ráðstefnan fjallar um upplýsingatækni í menntun og  er sú stærsta sinnar tegundar í Bretlandi. Í fyrra sóttu hana um 35 þúsund gestir frá yfir 110 þjóðlöndum.

Kids Sound Lab er enskt smáforrit sem kennir framburð ensku málhljóðanna í sömu röð og enskumælandi börn tileinka sér hljóðin, auk þess sem helstu undirbúningsþættir fyrir læsi eru kenndir og þjálfaðir. 

Smáforritið Kids Sound Lab, byggir á sömu aðferðafræði og íslenska smáforritið Lærum og leikum með hljóðin, sem er íslenskt hugvit; aðferð sem Bryndís Guðmundsdóttir hefur þróað í starfi sem talmeinafræðingur um árabil og gefið út í þjálfunarefni fyrir allar íslenskar barnafjölskylur og skóla. Fjölmörg íslensk börn þekkja þetta efni bæði í bókum, spilum og smáforritum, sem eru nú komin út fyrir bæði iPad og iPhone.

Kids Sound Lab yfirlitssíða hljóðinÞað er talsvert afrek að komast í úrslit hjá svona stórum erlendum aðilum á sviði tækni og menntunar. Þetta gerist á
sama tíma og þjóðarátak í læsi stendur yfir hér á landi og er gríðarlega mikil viðurkenning á vinnu Bryndísar og samstarfsaðila hennar á sviði menntunar, málþroska og læsis.

Í grunninn er um að ræða aðferðafræðina sem er í íslenska efni ,,Lærum og leikum með hljóðin“ og Froskaleikjanna, sem fjölmörg börn, foreldrar og kennarar eru farin að vinna með hér á landi.

Til fróðleiks og upplýsinga:
Í allri umræðu um læsi og því hversu aftarlega við stöndum með íslenskuna gagnvart læsi og tæknivæðingu er tilefni til að minnast á það sem vel er gert af íslenskum fagaðilum. Smáforritin: Lærum og leikum með hljóðin og Froskaleikir 1,2,3 og Froskaleikur Skólameistarinn, eru einu íslensku smáforritin, sem til eru, sem kenna börnum að bera íslensku hljóðin rétt fram, kenna umskráningu, orðaforða og alla nauðsynlega grunnþætti sem rannsóknir sýna að undirbúa læsi. Ég hef lagt nótt við dag síðustu ár í þróun þessara verkefna. Sömu grunnþætti í aðferðafræði hef ég sett út í  enskum smáforritum; Kids Sound Lab og Frog game 1,2,3 og Frog Game School en það er sama þörf erlendis á að vinna með sömu þætti. Það er þó sérstaklega mikilvægt til viðhalds íslenskunni sem lítils málminnihlutasamfélags að til séu vönduð smáforrit á þessu sviði fyrir íslensk börn. Viðurkenningin nú sýnir að aðferðafræðin og vandað efni sem upphaflega var þróað fyrir íslensk börn á heima víðar erlendis. Þá eru íslensku smáforritin og þjálfunarefni Lærum og leikum með hljóðin, sem er fyrir allar barnafjölskyldur mikilvæg í ljósi langra biðlista eftir talþjálfun)

Hér fyrir neðan eru tenglar á öll smáforritin í AppStore. Það er m.a. hægt að sjá myndir úr smáforritunum þar og lesa upplýsingar.

Þá eru upplýsingar á heimsíðunum:  kidssoundlab.com   og laerumogleikum.is

LÆRUM OG LEIKUM:
Smáforritið Leikum og lærum í AppStore
Kennslumyndskeið á íslensku
Íslenskt kynningarmyndskeið um Froskaleikina
Froskaleikur – skólameistarinn
Froskaleikur 1   FYRSTU HLJÓÐIN
Froskaleikur 2  NÆSTU HLJÓÐ
Froskaleikur 3  ERFIÐUSTU HLJÓÐIN

ENSKU LEIKIRNIR:kidssoundlab facebook slider
Kynningarmyndskeið um ensku leikina
Smáforritið Kids Sound Lab pro í AppStore
Link for the English App on youtube
Frog Game 1  Early sounds
Frog Game 2  Middle 8 sounds
Frog Game 3  Late developing sounds
Frog Game School

Bryndís Guðmundsdóttir M.A.CCC-SLP
Talmeinafræðingur
bryngudm@gmail.com