Hour of Code

image_pdfimage_print

Vikuna 7.-13. desember verður haldin Hour of Code vikan. Markmiðið með átakinu er að nemendur kynnist forritun í amk. eina klukkustund þá viku. Á heimasíðunni www.hourofcode.com er hægt að skrá skóla og þau verkefni sem vinna á. Síðuna og mörg forrit er hægt að stilla á íslensku sem einfaldar og eykur aðgengi yngri nemenda. Átakið hefur náð til yfir 140 milljón þátttakenda í yfir 180 löndum og núna eru 116.116 viðburðir skráðir.

Á síðunni er að finna nokkur forritunarverkefni (smelltu á prófaðu), mismunandi þemu eru hvert ár og núna er Minecraft og Starwars þema.

Rakel G. Magnúsdóttir og Guðmundína Arndís Haraldsdóttir, kennarar við Kelduskóla Korpu, hafa tekið saman Padlet borð þar sem þær hafa safnað slóðum að helstu forritunarkennslusíðum. Þar kennir ýmissa grasa og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Slóðin er: http://bit.ly/kelduskoli

Comments are closed.

Scroll To Top