Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2016

image_pdfimage_print

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn þriðjudaginn 9. febrúar 2016, kl. 13:00, í Bratta húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Undir yfirskriftinni „Taktu þátt til að gera netið betra!“. 

Dagskrá málþingsins er fjölbreytt og metnaðarfull að vanda. Til máls taka, Chris Jagger, kennslufræðingur, Hildur Rudolfsdóttir, kennsluráðgjafi, Sigurður Haukur Gíslason, kennsluráðgjafi, Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Lefiur Viðarsson og Már Ingólfur Másson, kennarar og Sóley Hjörvarsdóttir frá Ungmennaráði SAFT. Smelltu hér til að sjá dagskránna í heild. Umræðumerki dagsins á samfélagsmiðlum er #SID2016.

Á heimasíðu SAFT er að finna góðar upplýsingar um örugga netnotkun, netöryggi og efni sem nýta má í umræður hvort sem er í kennslu eða heima. Að málþinginu standa Heimili og skóli og SAFT.

 

Comments are closed.

Scroll To Top