Forritunarbúðir

image_pdfimage_print

Mikið líf og fjör var í Vörðuskóla dagana 12. og 13. febrúar sl., er þar voru haldnar forritunarbúðir fyrir grunnskólanemendur allstaðar af landinu. Búðirnar voru liður í undirbúningi fyrir Forritunarkeppni grunnskólanna, sem fer fram 1. og 2. apríl nk.

Umgjörð og utanumhald búðanna var í alla staði  óaðfinnanlegt og andrúmsloftið einkenndist af léttleika sem endurspeglaðist í góðu skipulagi frá hendi starfsfólks og nemenda Tækniskólans. Nemendur tölvubrautarinnar sáu um fræðsluna, voru mjög vel undirbúin og stóðu sig með mikilli prýði.

Grunnskólanemendum var skipt í nokkrar stofur eftir aldri, getu og áhuga. Einstaklega var gaman að sjá hvað þeir voru fljótir að læra og náðu að leysa skemmtileg og fjölbreytt verkefni. Áhersla var lögð á grundvallaratriði forritunar eins og gagnatýpur og breytur, reiknivirkja, virkja og skilyrðissetningar, lykkjur, klasa, fylki og strengi sem fylki.

Forkeppnin er hafin og stendur yfir frá 22.-28. febrúar. Niðurstöður hennar verða nýttar til að skipta nemendum upp í deildir. Við fögnum þessu frábæra framtaki Tækniskólans og það verður spennandi að fylgjast með áframhaldinu.

Bjarndís og Rakel.

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar í Forritunarbúðunum.

Comments are closed.

Scroll To Top