Tölvuval í Kelduskóla Vík

image_pdfimage_print

Í vetur stóð nemendum í 8.-10. bekk til boða valáfanginn „Tölvuval“ sem Rakel G. Magnúsdóttir hafði umsjón með.

Nemendur unnu að mjög fjölbreyttum verkefnum
• Forritun (html, css og c#)
• Vefumsjónarkerfi (WordPress eða Joomla)
• Raspberry Pi
• Augmented reality
• MakeyMakey

Einnig var CCP sótt heim. Í heimsókninni fengu nemendur góða kynningu á verkefnum og starfsemi fyrirtækisins.

Í lokin var haldið “Nördakvöld”. Þar mætti Rakel með fullt af allskonar “tæknidóti” fyrir nemendur til að prófa. Þar var Makey Makey, Osmo, Dróner, minnsti dróner í heimi, njósnara bíll, Ferari sportbíll, Little bits, Augmented Reality bækur, Google Cardboard svo eitthvað sér nefnt.

Einnig mættu tveir gestafyrirlesarar þeir Eyþór Máni, nemandi í Tækniskólanum (www.tskoli.is) og Arnar frá Dronefly (www.dronefly.is). Eyþór Máni fræddi nemendur um Raspberry Pi smátövur. Sem hann hefur sjálfur lært á og unnið mikið með í sínu námi.
Arnar kom með nýjasta drónerinn til að sýna og kynnti þau fjölbreyttu verkefni sem fyrirtækið hefur tekið að sér.

Eins og sjá má á myndbandi var mikið fjör og margt fróðlegt í gangi.
https://vimeo.com/167676351

Bjarndís Fjóla Jónsdóttir, verkefnastjóri Kennslumiðstöð HÍ
Rakel G. Magnúsdóttir, stundakennari

Myndirnar hérna fyrir neðan voru teknar á „Nördakvöldinu“.

Comments are closed.

Scroll To Top