Menntabúðir sem starfsþróun

image_pdfimage_print

Menntabúðir eins og við köllum EduCamp eða EdCamp er skemmtilegasta og áhrifaríkasta leiðin til starfsþróunar sem ég hef tekið þátt í síðastliðin ár. Menntabúðir hafa verið í þróun hér á landi síðan 2012 og hef ég verið svo heppin að vera þátttakandi í því ferli frá bryjun. Upprunalega módelið af Educamp, sem við vinnum eftir kemur frá Kólumbíu. Sjá grein eftir Diego Ernesto Leal Fonseca hjá EAFIT University.

Markhópurinn okkar er kennarar á öllumskólastigum og kennaranemar, en einnig hafa aðilar utan þess ramma tekið þátt og gefið búðunum skemmtilegan blæ. Meginmarkmið menntabúða er óformleg jafningjafræðsla og að efla tengslanet þátttakenda. #menntabudir #uttorg

Viðfangsefni hverra menntabúða á vegum UT-torgs er upplýsingatækni í námi og kennslu út frá ákveðnu þema, þátttakendum er einnig frjálst að koma með tillögur að umfjöllunarefni. Skipulagið er mjög sveigjanlegt, þátttakendur skrá sig, gefa stutta lýsingu á kynningu ef þeir vilja vera með kynningu. Þó eru kynningar mjög oft ákveðnar á staðnum.

UT-torg hefur staðið fyrir menntabúðum í samstarfi við Menntamiðju, Rannum, Reykjavíkurborg, Menntasmiðju, 3F, Nýherja, Epli og Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Mjög ánægjulegt er að fylgjast með útbreiðslu aðferðarinnar hér á landi sem fer eins og eldur í sinu. Fjöldi skóla hafa tekið hana upp, aðlagað hana að sínum aðstæðum og hefur hún m.a. verið nýtt sem vettvangur fyrir kennara, nemendur og forledra.

Í þessari viku eru áætlaðar menntabúðir í Ólafsfirði og á Vesturlandi. Samstarfshópurinn sem stendur að menntabúðum á Norðurlandi #Eymennt samanstendur af kennurum og skólastjórnendum. Og verða þær haldnar í Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði á morgun 1. nóvember kl. 16:15. Sjá auglýsingu.

Hjálmur Dór Hjálmsson stendur að menntabúðum á Vesturlandi „Skapandi skólastarf á Vesturlandi“ í samstarfi við kennara og skólastjórnendur. Og verða þær haldnar fimmtudaginn 3. nóvember kl. 15:30 í Grunnskóla Borgarfjarðar, Varmalandi. Sjá auglýsingu.

Markmiðið er að halda menntabúðir í sem flestum skólum í hverjum landshluta.

Comments are closed.

Scroll To Top