Jóladagatal #UTHaf

Það er komið að jóladagatalinu í ár. Að þessu sinni ætlum við að fá að fylgjast með jóladagatali kennara og kennsluráðgjafa í Hafnarfirði #UTHaf. Þeir ætla að deila með okkur uppáhalds UT-verkfærum sínum og nýta til þess hið bráðskemmtilega forrit og smáforrit Flipgrid.

Hugmyndin er að safna saman einu myndskeiði á hverjum virkum degi fram að jólum.

Ég hvet þig til að kíkja inn á Flipgrid borðið á hverjum degi https://flipgrid.com/f0c697bb.

 
5 ára afmæli menntabúða UT-torgs

Jibbí – Jey. Við eigum afmæli í dag!!

Í dag 1. nóvember 2018 eru 5 ár síðan við héldum fyrstu UT menntabúðirnar á Menntavísindasviði HÍ, „Trix, Tækni og Tenglsanet“. Upphafshópur skipuleggjenda menntabúða UT-torgs eru Bjarndís Fjóla, Hanna Rún Eiríksdóttir, Sólveig Jakobsdóttir, Svava Pétursdóttir, Tryggvi Thayer og Þorbjörg Þorsteinsdóttir. Við höfum haldið fjöldan allan af menntabúðum víða um land. Megin markmið menntabúða er að efla tengslanet þátttakenda. Ég hef sagt það áður og held því áfram að menntabúðir er skemmtilegasta og áhrifaríkasta starfsþróun sem ég hef tekið þátt í undanfarin ár.

Menntabúðir tengjast vel hugmyndafræði lærdómssamfélagsins þar sem jafningjar koma saman, ræða málin, deila þekkingu, reynslu og hugmyndum. Þátttakendur menntabúða UT-torgs skipta hundruðum og erum við mjög þakklát fyrir góðar viðtökur, jákvæðni og þolinmæði í okkar garð.

Kærar þakkir þið öll.
Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs.

F.h. skipuleggjenda Menntabúða,
Bjarndís Fjóla Jónsdóttir.

 

 
Menntabúðir UT torgs 22. mars 2018

Staðsetning: Stofa H-207 í húsnæði Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð

Hvenær: Fimmtudaginn 22. mars kl. 16:15-18:00

Samstarfsaðilar: Upplýsingatæknitorg, Menntavísindasvið HÍ, RANNUM, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar.

Þemað að þessu sinni er einfalt eða upplýsingatækni í skólastarfi. Dagskráin er enn í mótun og ef þú hefur áhuga á að kynna eitthvað eða fá kynningu á einhverju skráðu það á Padlet töfluna á eftirfarandi slóð: https://padlet.com/uppltorg/menntab1_2018

Einnig getur þú séð dagskránna þar.

Efirfarandi kynningar eru staðfestar:

Þemaverkefnið “Snjalli skólinn minn”, spjaldtölvuteymi Setbergsskóla.

Skynjarar fyrir mocro:bit, RadpberryPi, þjarkaþróunarverkefni, Vísindasmiðja HÍ.

Námsflæði kerfið, Flow Education.

Kafteinninn, Fróði, Málfarimn og Prím, Costner.

Skráning fer fram á eftirfarandi slóð: https://goo.gl/forms/uzE77Nu94dhQ7DGk2

Sjá nánar í Smore auglýsingu https://www.smore.com/n7us3-menntab-ir-reykjav-k?ref=email
Útvarp GSnb 12.-15. des.

Þetta er í annað sinn sem GSnb heldur úti útvarpi í aðdraganda jóla. Við sendum út á tíðninni 103,5 frá þriðjudeginum 12.12. til föstudagsins 15.12. Hægt er að hlusta á útvarpið á netinu eða snjalltækinu á slóðinni http://spilarinn.is/#GSNB

Í 1.-7. bekk vinna nemendur bekkjarþættir  og eru þeir teknir upp áður. Nemendur í 8.-10. bekk  vinna útvarpshandrit í íslensku tímum og skila til kennara, þeir ráða síðan hvort þeir fara með þættina í útvarpið sem margir gera. Við bjóðum líka fleirum í samfélaginu að taka þátt, t.d.  hafa einstaka starfsmenn verið með þætti, fyrrverandi nemendur, leikskólinn og Smiðjan sem er dagþjónusta og vinnustofa fyrir fatlaða einstaklinga með skerta starfsgetu. Það eru allir velkomnir að vera með þætti.

Til þess að útvarpið verði að veruleika þarf margt að smella saman. Undirbúningur þarf að vera góður, upptökur og handritagerð þarf að vanda. Ávinningurinn fyrir nemendur er margvíslegur, hæfileikar sem alla jafna eru ekki þjálfaðir fá notið sín, s.s. framsögn, samning handrita og tæknimenn fá tækifæri til að læra á nýja tækni.

Hugmyndin að jólaútvarpinu er fengin úr Grunnskólanum í Borgarnesi og hafa þeir staðið fyrir útvarpi í 25 ár, sjá nánar: http://skolathraedir.is/2016/12/10/utvarp-odal-1013-jolautvarp-nemenda-i-grunnskolanum-i-borgarnesi/. Sigurþór Kristjánsson, Sissi hefur haldið utan um útvarpið til fjölda ára og var hann tæknilegur ráðunautur í þessari vinnu okkar í GSnb. Hann kom í heimsóknir, hitti nemendur og fundaði með nemendaráðinu og starfsfólki.

Það er von okkar að þetta framtak verði árviss viðburður í aðdragandi jóla.

Eftirfarandi er slóð á frétt í Skessuhorni: https://skessuhorn.is/2017/12/13/jolautvarp-gsnb-omar-vikunni/

 

Hugrún Elísdóttir,
Verkefnastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar.
Snjalltæki í leikskóla – Krógaból

 

Leikskólinn Krógaból var að opna vefsíðu um þróunarverkefnið Snjalltækni í leikskóla – að koma til móts við nýja kynslóð. Markmiðið var að bæði börn og kennarar lærðu að nýta sér tæknina til gagns.

Þróunarverkefnið var unnið skólaárin 2014-2018 og miðaði að því að efla málrækt og sköpun í leikskólanum. Áhersla var lögð á þróa nýjar leiðir til að læra og kenna.

Á vefsíðunni sem er bæði fyrir kennara og foreldra má lesa nánar um verkefnið, fræðast um þau smáforrit sem kennarar hafa verið að nota og skoða sýnishorn af því sem gert hefur verið með börnunum.

Innleiðing tækninnar í starfið hefur gefið góða raun og það hefur tekist vel að tengja þessa nýstárlegu námsleið sköpun og vinnu með málið.

Vefslóðin er: http://snjalltaekni.xoz.is

 
12 smáforrit fyrir jól

Jóladagatal UT-torgs verður í formi umfjöllunar/kynningar á smáforritum sem henta mjög vel í námi og kennslu. Jóladagatalið okkar köllum við „12 smáforrit fyrir jól“.

Einblínt verður á að nýta virku dagana í desember, þannig að fyrsta færslan kemur inn 1. des. sú næsta þann 4. des. og svo koll af kolli.

 

1. desember. Fyrsta smáforritið sem varð fyrir valinu er Canva. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

   

 

4. desember. Annað smáforritið er Padlet. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

5. desember. Þriðja smáforritið er Office Lens. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

6. desember. Fjórða smáforritið er Spilarinn. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

7. desember. Fimmta smáforritið er Microsoft Sway. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

8. desember. Sjötta smáforritið er BeFunky. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

11. desember. Sjöunda smáforritið er BookCreator. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

12. desember. Áttunda smáforritið er Google Drive. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

13. desember. Níunda smáforritið er Puppet Pals. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

14. desember. Tíunda smáforritið er ThingLink. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

15. desember. Ellefta smáforritið er Adobe Spark Page. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

18. desember. Tólfta smáforritið er Orðagull. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).
Menntabúðir Reykjavík 26.10.17

Fimmtudaginn 26. október  verða haldnar menntabúðir í stofu H-207 í húsnæði Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð.

Skólastofan H-207 var nýverið endurskipulögð. Ný húsgögn og stórir snerti skjáir teknir í notkun.

Skráning: https://goo.gl/forms/wcqe7WQV5UnQvCij1

Menntabúðir (e. EduCamp) er starfsþróun á jafningjagrundvelli. Aðferðin byggir á óformlegri jafningjafræðslu sem stuðlar að aukinni umræðu á milli skólastiga sem og eflingu tengslanets kennara. Þátttakendur miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum. Menntabúðir eru opnar öllum en sérstaklega miðaðar að starfandi kennurum á öllum skólastigum sem og kennaranemum (sjá myndskeið neðst á síðunni).

Þema menntabúðanna að þessu sinn er mjög opið: „Upplýsingatækni í skólastarfi“.

Þátttakendur geta mætt með umfjöllunarefni sem þeir brenna fyrir eða hafa áhuga á, en einng hefur verið vinsælt að koma með „vandamál“ og fá aðstoð við að leysa það.

Þátttakendur eru beðnir um að koma með framlag í búðirnar. Framlög geta verið margbreytileg, t.d. að segja frá kennsluhugmyndvefsíðuforritismáforritinámskrárvinnuvarpa fram spurningu eða koma með eitthvað málefni sem þarfnast lausnar.

Ekki er ætlast til að allir komi með framlag. Þátttaka er ókeypis en gert er ráð fyrir virkri þátttöku. Með virkri þátttöku er átt við að ganga á milli stöðva, spjalla og spyrja spurninga. #menntabudir #menntastefna

Dagskrá:

Við ætlum að breyta aðeins út af vananum og setja dagskránna upp í Padlet töflu. Þar sem þátttakendur munu stýra efnistökum.

Slóðin er: https://padlet.com/uppltorg/menntabdagskra

Við biðjum ykkur um að setja „miða“ á Padlet töfluna með því sem þú hefur áhuga á að kynnast í búðunum. Þetta getur verið eitthvað sem þú vilt læra, fá svar við spurningu, aðstoð við verkefni, almennt spjall um ákveðið málefni og hvað þú vilt kenna, kynna, ræða um.

Í stuttu máli getur þú sett miða inn um hvað þú vilt kynna þér og hvað þú vilt kynna fyrir öðrum. 

Að búa til miða:
Smelltu á plúsinn í hægra horninu. Þegar þú hefur fyllt hann út smellir þú einhversstaðar annarsstaðar á töfluna og við það vistast aðgerðin.

Hlökkum til að sjá ykkur!! 
Netið okkar – Námskeið

Námskeiðið Netið okkar er ókeypis og opið öllum en einkum ætlað skólafólki, foreldrum og öðrum sem koma að uppeldi og menntun ungmenna. Það er sjálfstætt framhald námskeiðsins Netið mitt sem var í boði á vormisseri 2017 en þá var fjallað um borgaravitund og lýðræði, sjálfsmynd og netorðspor, réttindi og ábyrgð, andlega og líkamlega heilsu og vellíðan. Á námskeiðinu Netið okkar verður fjallað um siðareglur og netvenjur, samskipti og sambönd, netöryggi og læsi og samfélagsþátttöku.

Meginmarkmið námskeiðanna beggja er að stuðla að aukinni stafrænni borgaravitund ungmenna, það er að þau verndi og beri virðingu og umhyggju fyrir sjálfum sér og öðrum í stafrænum heimi, stundi örugga netnotkun og nýti miðla og nýja tækni með ábyrgum og skapandi hætti.

Í byrjun námskeiðsins Netið okkar verður staðlota og einnig í lok námskeiðs en að öðru leyti verður það á netinu. Boðið verður upp á nokkrar vefmálstofur í rauntíma sem verða á fimmtudögum kl. 16:15-17:15. Tækifæri verða gefin til umræðu og skoðuð verða verkefni sem tengjast daglegu lífi, uppeldi og kennslu og þátttakendur hvattir til að deila hugmyndum og reynslu um áskoranir og álitamál, námsefni og kennsluhætti.

Smelltu hér til að skrá þátttöku í fyrri staðlotuna þann 14. október.

Skráning fer fram á Moodle-vef námskeiðsins: http://education4site.org/netnam/course/view.php?id=4

Nýir notendur í námskeiðskerfinu eru beðnir um að búa til nýjan reikning. Þegar það hefur verið gert kemur staðfesting í tölvupósti með tengli sem þarf að smella á. Að því loknu er þér boðið að innrita þig í námskeiðið. Hafðu samband við Tryggva Thayer (tbt@hi.is) ef upp koma vandamál í skráningarferlinu.

Smelltu hér til að fá ítarlegri leiðbeiningar um innskráningarferlið.

Upptökur frá vefmálstofum á námskeiðinu Netið mitt, vorið 2017 má finna hér: https://vimeo.com/album/4468667.

Einnig er bent á Facebook hópinn Borgaravitund https://www.facebook.com/groups/borgaravitund/ sem er umræðuvettvangur tengdur námskeiðunum.

Menntavísindasvið og Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun við Háskóla Íslands (HÍ), Heimili og skóli – landssamtök foreldra, Menntamiðja og 3f – félag um upplýsingatækni í menntun standa að námskeiðinu. Styrkir vegna þróunar og kennslu þess hafa verið veittir frá Háskóla Íslands (Kennsluþróunarsjóði), Reykjavíkurborg og úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla.

Að námskeiðinu Netið okkar koma kennarar og annað fagfólk á ýmsum sviðum

 • Bjarndís Fjóla Jónsdóttir, kennsluráðgjafi í upplýsingatækni á skrifstofu fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðar
 • Guðberg K. Jónsson, verkefnastjóri SAFT
 • Hafþór Freyr Líndal, fulltrúi ungmennaráðs SAFT
 • Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla – landssamtök foreldra
 • Ragnheiður Líney Pálsdóttir, kennari í upplýsingatækni í Lindaskóla
 • Sigríður Dögg Arnardóttir (Sigga Dögg), kynfræðingur
 • Skúlína Kjartansdóttir, aðjúnkt Háskóla Íslands
 • Sólveig Jakobsdóttir, dósent við Háskóla Íslands
 • Tryggvi Thayer, verkefnisstjóri Menntamiðju
 • Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði
 • Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi
 • Þröstur Jónasson, gagnasmalieTwinning fréttabréf

Á dögunum kom út september fréttabréf eTwinning. Að vanda er mikið að gerast hjá lærdómssamfélaginu.

Meðal annars eru kynntir nýir eTwinning sendiherrar, þau Rósa Harðardóttir hjá Norðlingaskóla og Hans Rúnar snorrason hjá Hrafnagilsskóla. Við óskum þeim innilega til hamingju og hlökkum til samstarfsins í vetur.

Í vetur verða í boði netnámskeið á eTwinning Live og School Education Gateway. Við hvetjum alla kennar til að taka þátt í þessum spennandi námskeiðum.

21. september til 26. október eru eTwinning vikur og meðal viðfangsefna verður samkeppni og ýmsir tengslaviðburðir.

Smelltu hér til að lesa fréttabréfið í heild.
Forritunarkeppni grunnskólanna

Heil og sæl,

Tækniskólinn heldur Forritunarkeppni grunnskólanna 1. apríl 2017. Keppnin er opin öllum grunnskólanemendum sem hafa áhuga á forritun og er þetta í annað skipti sem þessi keppni er haldin.

Til þess að undirbúa keppendur sem best, munu nemendur og kennara Tækniskólans, halda forritunarbúðir laugardaginn 11. mars frá kl. 10:00-16:00 í Vörðuskóla. Forritunarbúðirnar eru góður undirbúningur fyrir forritunarkeppnina og er skráning í forritunarbúðirnar á: www.kodun.is

Enginn kostnaður er við að taka þátt í forritunarbúðunum né forritunarkeppninni. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.kodun.is eða hjá undirritaðri.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Kær kveðja,
Guðrún Randalín Lárusdóttir
Skólastjóri Upplýsingatækniskólans
grl@tskoli.is / 514 9351