Hátíðarkveðjur

Um leið og við þökkum kærlega fyrir þátttöku og samstarf á árinu sem er að líða, sendum við hugheilar hátíðarkveðjur með ósk um farsælt komandi UT ár.

Hlökkum til áframhaldandi samvinnu og samveru á árinu 2017.

Myndskeiðið hér fyrir neðan er með svipmyndum frá starfsemi UT-torgs 2016.
Mega Menntabúðir

Miðvikudaginn 28. september 2016 kl. 16:15-18:15

Fyrstu menntabúðir haustmisseris verða Mega Menntabúðir en þar munu sameinast kraftar torga Menntamiðju, Erasmus+ og eTwinning.
Þær verða haldnar í stofum K-205-208 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð.

Þemað verður samvinna og samþætting gjarnan í tengslum við notkun upplýsingatækni í námi og kennslu.
Skráning fer fram á eftirfarandi slóð: https://goo.gl/forms/Bp4GMm21m4lsMpoF2

Menntabúðir (e. EduCamp) er nýstárleg aðferð til starfsþróunar sem við höfum aðlagað að okkar aðstæðum og haldið undanfarin 3 ár. Aðferðin byggir á óformlegri jafningjafræðslu sem stuðlar að aukinni umræðu á milli skólastiga sem og eflingu tengslanets kennara. Þátttakendur miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum. Menntabúðir eru ætlaðar starfandi kennurum á öllum skólastigum og kennaranemum. (Smelltu hér til að horfa á myndskeið sem Guðbjörg Bjarnadóttir, kennari í Ingunnarskóla tók á Menntabúðum síðasta skólaárs).

Menntabúðum er skipt upp í tvo 40 mínútna hluta og í hvorum hluta eru nokkrar stöðvar settar upp með mismunandi kynningum. Á stöðvunum fara fram stuttar kynningar, kynnendur svara spurningum og spjalla við þátttakendur. Aðrir þátttakendur ganga á milli stöðva og taka þátt með því að spyrja spurninga og spjalla.
Fyrir utan skipulagðar kynningar geta þátttakendur mætt með spurningar eða „vandamál“ sem þeir vilja fá aðstoð við að leysa.

Þátttakendur eru beðnir um að koma með framlag í búðirnar. Framlög geta verið margbreytileg, t.d. að segja frá kennsluhugmynd, vefsíðu, forriti, smáforriti, námskrárvinnu, varpa fram spurningu eða koma með eitthvað málefni sem þarfnast lausnar.

Þátttakendur eru hvattir til að mæta með fartæki (fartölvu, spjaldtölvu, snjallsíma…) með sér, hægt verður að tengjast neti. Þátttaka er ókeypis en gert er ráð fyrir virkri þátttöku.

Dagskráin er enn í mótun og birtist hér fyrir neðan.

  • eTwinning kynning á verðlaunaverkefnum
  • Kynning á KeyWe smáforritinu
  • Creating games using Scratch

Í lokin mun landskrifstofa eTwinning á Íslandi veita verðlaun fyrir framúrskarandi verkefni unnin á síðasta skólaári.
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2016

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn þriðjudaginn 9. febrúar 2016, kl. 13:00, í Bratta húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Undir yfirskriftinni „Taktu þátt til að gera netið betra!“. 

Dagskrá málþingsins er fjölbreytt og metnaðarfull að vanda. Til máls taka, Chris Jagger, kennslufræðingur, Hildur Rudolfsdóttir, kennsluráðgjafi, Sigurður Haukur Gíslason, kennsluráðgjafi, Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Lefiur Viðarsson og Már Ingólfur Másson, kennarar og Sóley Hjörvarsdóttir frá Ungmennaráði SAFT. Smelltu hér til að sjá dagskránna í heild. Umræðumerki dagsins á samfélagsmiðlum er #SID2016.

Á heimasíðu SAFT er að finna góðar upplýsingar um örugga netnotkun, netöryggi og efni sem nýta má í umræður hvort sem er í kennslu eða heima. Að málþinginu standa Heimili og skóli og SAFT.

 
Jarðfræðivefurinn er tilbúinn

Jarðfræðivefur Námsgagnastofnunnar er nú klár og tilbúinn en hann hefur verið í vinnslu í nokkur ár og alltaf verið að bæta inn á hann jafnt og þétt.

Þetta er gagnvirkur vefur fyrir mið- og unglingastig. Hann skiptist í þrjá hluta, uppbygging jarðar, jarðskjálfta og eldgos.

Síðasti hlutinn vefsins opnaði í desember en það var sá hluti sem fjallar um Jarðskjálfta.

 

 
Umfjöllun á fréttavef Student.is

Hrafnhildur Þórólfsdóttir meistaranemi í blaða- og fréttamennsku mætti í þriðju menntabúðirnar sem voru haldnar 21. nóvember sl. Hægt er að lesa umfjöllun hennar um búðirnar á fréttavef student.is.