Haustsmiðja 2013

image_pdfimage_print

Upplýsinga- og tæknimennt
Námskeiðið er haldið í tengslum við Haustsmiðjur grunnskólakennara Reykjavíkurborgar í Borgartúni 12 – 14, 7. hæð.

  • mánudaginn 12. ágúst kl. 13-16
  • þriðjudaginn 13. ágúst kl. 13-16
Fjallað verður um megináherslur aðalnámskrár í upplýsinga- og tæknimennt. Áhersla verður á kennsluhætti og námsmat. Rætt um samþættingu í upplýsinga- og tæknimennt við grunnþætti menntunar, um matsviðmið o.fl.

Markmið:
Á námskeiðinu kynnast þátttakendur áhugaverðum dæmum um notkun upplýsingatækni í skólum um land allt. Fjallað verður sérstaklega um samþætt verkefni, kennsluáætlanir, námsmat og fjölbreytta kennsluhætti.

Athyglinni verður jafnframt beint að völdum verkfærum á neti, námsefni á nýju formi, gerð kennsluefnis og virkri þátttöku nemenda í eigin þekkingarsköpun.

Framtíðarsýn, samfélagsmiðlar, snjalltæki og skapandi starf með börnum og unglingum verður til umfjöllunar.

Ofantalin atriði verða sett í samhengi við nýja aðalnámskrá og grunnþætti menntunar.

Mánudagur – dagskrá og efni

13:00 Kynning smiðju og þátttakenda
13:30 Námskráin og símenntun kennara í upplýsingatækni – Hugarkort í Mindmeister sem bæta má inn á
Þorbjörg, Sólveig og Þuríður

14:00 Fiskabúr
Umræða um stöðu og verkefni kennara
14:30 Kaffi
14:45 Menntabúðir
Allir þátttakendur, Bjarndís, Salvör, Sólveig, Tryggvi og Þorbjörg
15:45  – 16:00 Samantekt dagsins og mat

haustsmidja

Þriðjudagur – dagskrá og efni

13:00 Framtíðarhjól
Tryggvi
13:20 1_1_kennslufraedi_nord
Sólveig
13:40 UT-torg
Þorbjörg og Bjarndís
14:00 Kaffi
14:15 Menntabúðir / verklegt
Allir þátttakendur, Bjarndís, Salvör, Sólveig, Tryggvi og Þorbjörg
15:30  – 16:00 Samantekt dagsins og mat
Um eftirfylgd í ágúst og september

Scroll To Top