Fimmtudaginn 21. nóvember kl. 16-18 voru haldnar menntabúðir í stofu H-207 í aðalbyggingu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð. Þetta voru þriðju og síðustu menntabúðirnar fyrir jól. Eins og í fyrri skiptin komu þátttakendur víða að þrátt og létu veðurfar ekki spilla fyrir sér. Viðburðirnir hafa mælst það vel fyrir að til stendur að halda þeim áfram eftir áramót.
Dagskrá dagsins og stöðvar Viðfangsefni: |
Þitt álit |
Staðfesting á endurmenntun |
Salvör Gissurardóttir hefur tekið saman umfjöllun á bloggsíðu sinni um „Að skrifa inn á og sýna pdf skjöl á vefnum“ og „Að lesa skjöl á vefnum„.
Miklar og góðar umræður sköpuðust á stöðvunum sem náðu langt út fyrir dagskránna og var almennt mat þátttakenda að búðirnar hefðu tekist vel. Í lokin fóru fram umræður þar sem m.a. kom fram mikil ánægja með búðirnar og greinilegur vilji til að halda verkefninu áfram. Einnig kom fram að einn grunnskóli er farinn að nýta sér “Menntabúðaaðferðina” á meðal kennara til þess að miðla upplýsingatæknina sín á milli.
Samstarfsaðilar að menntabúðunum eru:
UT-torg og Menntamiðja,
Aðrir á Menntavísindasviði: Fagaðilar og framhaldsnemar í upplýsingatækni og miðlun,
Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM) og Menntasmiðja
3f – félag um upplýsingatækni og menntun.
Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á menntabúðunum 21. nóvember 2013.
You must log in to post a comment.