Jarðfræðivefurinn er tilbúinn

Jarðfræðivefur Námsgagnastofnunnar er nú klár og tilbúinn en hann hefur verið í vinnslu í nokkur ár og alltaf verið að bæta inn á hann jafnt og þétt.

Þetta er gagnvirkur vefur fyrir mið- og unglingastig. Hann skiptist í þrjá hluta, uppbygging jarðar, jarðskjálfta og eldgos.

Síðasti hlutinn vefsins opnaði í desember en það var sá hluti sem fjallar um Jarðskjálfta.

 

 
Námsgagnastofnun nýr vefur

Vefurinn Start er gagnvirkur vefur í dönsku fyrir miðstig. Hann er ætlaður sem ítarefni með kennslubókinni Start. Fimm leikir af níu eru tilbúnir til notkunar en fljótlega munu fjórir leikir bætast við.

Vefurinn er uppsettur sem púsluspil með fimm púslum sem hvert og eitt er gagnvirkur leikur. Bak við púsluspilið er mynd sem birtist smám saman eftir því sem nemandinn lýkur við leikina. Þegar nemandi hefur lokið við einn leik og náð í því 80% árangri snýst það púsluspil við og þá sést í myndina á bak við.

Hugmyndin með þeirri útfærslu er að það verði hvatning fyrir nemendur að ljúka við sem flesta leiki til að sjá hvernig myndin lítur út.
Heimsreisa – Google Earth Námsvefur

Heimsreisa er nýr vefur Námsgagnastofnunnar tilgangur vefsins er að gera Google Earth að öflugu náms- og kennsluverkfæri.

Forritið Google Earth auðveldar nemendum og kennurum að tengja fræðilegar upplýsingar úr námsbókum við daglegan veruleika og býður upp á rafræn og gagnvirk vinnubrögð í landafræði. Forritið nýtist þó ekki aðeins sem tæki til að vafra um heldur geta nemendur unnið ýmis verkefni með hjálp þess. Kostir þess að nota forrit eins og Google Earth eru að myndræn framsetning námsefnis hjálpar nemendum að öðlast dýpri skilning því þar er það sett í raunverulegt samhengi.

Google Earth er gagnvirkt tölvuforrit sem hægt er að sækja á veraldarvefinn án endurgjalds og því tilvalið að nota í skólum. Forritið sýnir hnattlíkan í þrívídd sem er sett saman af fjölda gervihnatta- og loftmynda sem raðað er saman og mynda þannig eina heild. Google Earth má því líkja við bútasaumsteppi sem stækkar hratt því nýjar nákvæmari myndir bætast stöðugt í safnið og gefa skýrari mynd af landsvæðinu.

Verkefnin á vefnum eru 18 og miða að því að auka hæfni nemenda í notkun Google Earth hvort heldur sem er í skólum eða utan þeirra. Hverju þeirra fylgir stutt kynningarmynd en það er hægt að vinna þau á þess að horfa á myndina.
Geimurinn – Stjörnufræði – Námsvefir

Geimurinn.is er nýr vefur fyrir börn um stjörnufræði og stjörnuskoðun. Öll framsetning miðast við yngstu kynslóðina en á vefnum má meðal annars fræðast um sólkerfið, stjörnumerkin og það sem sést á himninum í kvöld.

Efni vefsins flokkast á eftirfarandi hátt:

Stjörnufræðivefurinn er alfræðivefur um stjörnufræði og stjörnuskoðun. Á vefnum má m.a. finna upplýsingar um sólkerfið, stjörnumerkin og það sem sést á himninum í kvöld. Markmiðið er að efla áhuga almennings á stjörnufræði og auðvelda aðgengi að efni um stjörnufræði á íslensku.

Efnisflokkar Stjörnufræðivefsins eru:
Tungumálatorg

Tungumálatorgið er verkefni með rætur í opinberri stefnumótun og skólastarfi.  Það byggir á starfi fjölmargra frumkvöðla og sýn á stöðu, þarfir og framtíð skóla­starfs.

Verkefnið var upphaflega skilgreint árið 2008 í menntamála­ráðu­neyt­inu og hlaut vilyrði fyrir styrkveitingu sem veitt var á grund­velli stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið 2008-2012.  Í kjölfar aðgerða til lækkunar á ríkis­útgjöld­um árið 2009 var verkefnið skorið niður en fór engu að síður af stað, eftir afmörkun, með stuðningi og samstarfi margra aðila.

Eiginleg framkvæmd verkefnisins hófst síðari hluta ársins 2009 með viðtölum við fjöl­marga aðila, greiningu opinberrar stefnumótunar, skýrsluskrifum, mótun verk­efnis, styrkjavinnu og myndun mikilvægs tengslanets.

Frá áramótum 2009-2010 hefur verið unnið að frekari mótun hugmyndafræðinnar, skipulagi og uppsetningu Tungu­málatorgs.  Drjúgur tími hefur farið í að skoða verkfæri á neti og velja um­gjörð fyrir vettvanginn.  Samhliða þessari vinnu hefur fjölbreyttu upplýsinga- og náms­efni verið safnað og sífellt fleira fagfólk hefur lagt verkefninu lið.

Í byrjun sumars 2010 hófst hin eiginlega vefuppsetning og varð þá afrakstur fyrsta verkefnisárs af þremur skilgreindum þróunarárum sýnilegur á netinu.

Í nóvember 2010 var vefsetur Tungumálatorgsins www.tungumalatorg.is opnað.  Það byggist upp af fyrstu vefhlutunum þar sem upplýsinga-, ráðgjafar-, námsefnis- og samskiptavefir leika stór hlutverk.

Tungumálatorgið er opinn vettvangur í stöðugri mótun.  Hann er notendum að kostnaðarlausu og býður í framtíðinni upp á frekari þróun efnis og samskipta.