eTwinning fréttabréf

Á dögunum kom út september fréttabréf eTwinning. Að vanda er mikið að gerast hjá lærdómssamfélaginu.

Meðal annars eru kynntir nýir eTwinning sendiherrar, þau Rósa Harðardóttir hjá Norðlingaskóla og Hans Rúnar snorrason hjá Hrafnagilsskóla. Við óskum þeim innilega til hamingju og hlökkum til samstarfsins í vetur.

Í vetur verða í boði netnámskeið á eTwinning Live og School Education Gateway. Við hvetjum alla kennar til að taka þátt í þessum spennandi námskeiðum.

21. september til 26. október eru eTwinning vikur og meðal viðfangsefna verður samkeppni og ýmsir tengslaviðburðir.

Smelltu hér til að lesa fréttabréfið í heild.
eTwinning – rafrænt skólasamfélag í Evrópu

1. Hvað er eTwinning?
2. Skráning og upplýsingar
3. Hvað fæst við skráningu?
4. Hvernig eru eTwinning verkefni?
5. Endurmenntun: frí netnámskeið og vinnustofur í Evrópu
6. Stuðningur við þátttakendur

1. Hvað er eTwinning?
eTwinning er aðgengilegur vettvangur þar sem hægt er að komast í samband við evrópska kollega, taka þátt í einföldum samstarfsverkefnum, sækja sér endurmenntun, ofl. eTwinning var hleypt af stokkunum árið 2005 og er hluti af menntaáætlun ESB (Erasmus+).

eTwinning er óformlegt: engir umsóknarfrestir eða skýrslur og (næstum) engar reglur. Þetta endurspeglast í einkunnarorðunum „hafið það lítið og einfalt“ (keep it short and simple—KISS).

Þeir sem geta skráð sig í eTwinning eru kennara og aðrir skólastarfsmenn, t.d. bókasafnsfræðingar og skólastjórnendur. Nemendur taka þátt í gegnum þau eTwinning verkefni sem skólinn er með í gangi.

2. Skráning og upplýsingar
Hver kennari eða skólastarfsmaður skráir sig sem einstaklingur og engin takmörk eru á því hve margir frá sama skóla geta verið með. Skráning einföld og fer fram á Evrópuvef eTwinning:
www.etwinning.net

Landskrifstofa eTwinning, Rannís, heldur einnig úti síðu þar sem leita má upplýsinga og stuðnings:
www.etwinning.is

3. Hvað fæst við skráningu?
Þitt eigið svæði (eTwinning Desktop)

eTw_desktop_bordi

Sem skráður þátttakandi færðu strax aðgang að þínu eigin svæði, eTwinning Desktop. Hér er um félagsvef að ræða þar sem þú getur komist í samband við evrópska kollega, stofnað samstarfsverkefni, skráð þig á frí netnámskeið, tekið þátt í þemahópum og átt í öðrum félagslegum samskiptum.
Íslensk skjámyndbönd um eTwinning Desktop er að finna á www.etwinning.is

Verkvangur fyrir samstarfsverkefni (TwinSpace)

TwinSpace_bordi

Þegar eTwinning verkefni er stofnað er boðið upp á verkvang fyrir samvinnuna, TwinSpace. Þar er hægt að halda utan um verkefnið, skiptast á skjölum, myndum, blogga, spjalla, ofl. TwinSpace er öruggt svæði fyrir nemendur þar sem aðeins aðstandendur verkefnisins hafa aðgang. TwinSpace er aðeins valkostur – ef fólk vill nota önnur vefsvæði til að halda utan um verkefnið er ekkert því til fyrirstöðu.
Íslensk skjámyndbönd um TwinSpace er að finna á www.etwinning.is

4. Hvernig eru eTwinning verkefni?

Samstarfsverkefni eru venjulega stofnuð af tveimur kennurum (eða öðru starfsfólki skóla) frá sitt hvoru landinu sem síðan geta boðið fleirum til þátttöku ef þeir vilja. Undantekningin frá þessu er eTwinning innanlands þar sem verkefnið er stofnað með öðrum, íslenskum skóla (opnað var á þennan möguleika haustið 2014). Lagt er upp með einfaldleikann sb. einkunnarorðin „hafið það lítið og einfalt“. Engar reglur eru um hvernig verkefni eiga að vera – þau geta varað í stuttan eða langan tíma, farið í gang hvenær sem er á skólaárinu og þátttakendur geta verið fleiri eða færri. Einu kröfurnar eru að verkefnið sé hluti af kennslunni, í samræmi við námsskrá og uppeldismarkmið skólans.

Verkefnishugmyndir
Mælt er með því að fólk móti einfalda og skýra hugmynd. Hægt er að skoða tilbúnar verkefnishugmyndir á Evrópuvef eTwinning sem fólk getur nýtt, breytt og bætt að vild. Einnig er hægt að skoða verkefnagallerí.

Farið inn á www.etwinning.net, smellið á Collaborate og skoðið Project Gallery og Project Kits.

Verðlaun og viðurkenningar
Hægt er að sækja um gæðamerki fyrir góð verkefni og taka þátt í verðlaunasamkeppnum bæði hér heima og í Evrópu. Verkefni með íslenskri þátttöku hafa náð góðum árangri í gegnum tíðina. Smelltu hér til að lesa nánar um eTwinning menntabúðir.

5. Endurmenntun: frí netnámskeið og vinnustofur í Evrópu
Eins og minnst er á að ofan getur fólk skráð sig á frí netnámskeið inn á sínu svæði (eTwinning Desktop). Einnig eru í boði styrkir á símenntunarvinnustofur í Evrópu – Landskrifstofan auglýsir þær sem eru í boði hverju sinni á www.etwinning.is

6. Stuðningur við þátttakendur
Kennslumyndbönd
Landskrifstofan er með myndbandarás þar sem hægt er að skoða hagnýt myndbönd um ýmislegt varðandi eTwinning, sjá: www.etwinning.is

eTwinning fulltrúar – kennarar með reynslu af eTwinning
eTwinning fulltrúar eru starfandi kennarar með reynslu af eTwinning sem hægt er að leita til um stuðning og góð ráð. Nánari upplýsingar um fulltrúana er að finna á www.etwinning.is

Landskrifstofan – alltaf hægt að hafa samband
Landskrifstofa eTwinning, Rannís, veitir stuðning og þjónustu endurgjaldslaust – þátttakendum er velkomið að hafa samband um hvað sem er.
Tengiliðir:
Guðmundur Ingi Markússon / gim (hjá) rannis.is / s. 515 5841
Sigríður Vala Vignisdóttir / sigridur.vala.vignisdottir (hjá) rannis.is / s. 515 5843

Rannís, Landskrifstofa eTwinning
Tæknigarði, jarðhæð, Dunhaga 5, 107 Reykjavík
www.etwinning.is
www.etwinning.net

Guðmundur Ingi Markússon.
Moodle

Námsumsjónarkerfið Moodle er frír og opinn hugbúnaður sem er aðgengilegur fyrir alla. Kerfið virkar þannig að kennarar búa til heimasíðu til að halda utan um nám og verkefni nemenda. Kerfið byggir á mörgum einingum sem auðveldlega er hægt að raða saman í gagnvirkt námsumhverfi fyrir netlægt námskeið.

Á Moodle samfélagsvefnum eru miklar upplýsingar, þar er m.a. hægt að hlaða niður kerfinu, taka þátt í umræðu, leita eftir aðstoð o.fl.

Kristbjörg Olsen verkefnastjóri Kennslumiðstöðvar HÍ hefur umsjón með samvinnuverkefni starfsfólks Háskólans á Akureyri, Háskóla Íslands og Verkmenntaskólans á Akureyri um gerð vefs með Moodle-leiðbeiningum. Leiðbeiningarnar eru vel skipulagðar, hnitmiðaðar og samanstanda bæði af texta og myndskeiðum. Efnisflokkarnir eru notandi, nemandi og kennari.

Margir framhaldsskólar og nokkrir grunnskólar eru að nýta Moodle í námi og kennslu. Grunnskóli Seltjarnarness vann að þróunarverkefninu Moodle í skólastarfi skólaárið 2009-2010. Skv. skýrslunni náðust markmið verkefnisins sem voru að halda utan um námsáfanga í náttúrufræði og dönsku. Verkefnið gekk svo vel að við bættist vefur fyrir samfélagsfræðina. Hér getur þú séð yfirlit yfir áfangana sem eru uppsettir í Moodlekerfi Grunnskóla Seltjarnarness.

Grunnskólar Reykjavíkur nýta Moodle. Á Námsvef grunnskólanna er að finna mikið af upplýsingum og leiðbeiningum um hvernig nýta má Moodle í námi og kennslu á grunnskólastigi. Grunnskólar Kópavogs nýta sér einnig þennan vef.
WordPress fyrir byrjendur

WPBeginner er vefur í eigu Awesome Motive Inc. sem býður upp á kennslu í vefsíðugerð með WordPress vefumsjónarkerfinu án endurgjalds. Markmið fyrirtækisins er að bjóða upp á góð ráð og leiðbeiningar fyrir WordPress notendur. Til að horfa á myndskeiðin þarf að búa til notendaaðgang.

Á vefnum er öflugt blogg sem flokkast í:

Vefurinn varð til vegna þess að stofnanda fyrirtækisins fannst vanta svona vef þegar hann var að byrja í vefhönnun.

 
MIT Open Courseware

MIT háskólinn í Massachusett hefur boðið upp á opin netlæg námskeið án endurgjalds í flestum kennslugreinum síðan árið 2001. Vefurinn hefur fengið 125 milljónir heimsókna og þar er að finna kennsluefni 2150 námskeiða.

Með því að hafa námskeiðin opin og aðgengileg fyrir alla veitir það þeim sem hafa áhuga á að mennta sig möguleika, óháð aðstæðum.
Khan Academy

Khan Academy eru góðgerðasamtök með það að markmiði að breyta menntun til hins betra með menntun í heimsklassa án endurgjalds.

Stofna þarf notendaaðgang til að nota vefinn, en þar er að finna fjölmörg kennslumyndskeið og gagnvirk verkefni sem tengjast m.a. upplýsingatækni. Myndskeiðin eru stutt, hnitmiðuð og útskýra vel afmörkuð viðfangsefni.

Vefurinn heldur utan um notkunarupplýsingar og birtir notandanum tölfræðilegt yfirlit. Kennarar hafa aðgang að öllum upplýsingum nemenda sinna.
Coursera

Coursera er fræðslufyrirtæki sem býður upp á netlæg námskeið  í samvinnu við fremstu háskóla og stofnanir í heimi án endurgjalds.  Coursera er einnig  námssamfélag sem samanstendur af yfir 4 milljónum notenda. Sýn þeirra er að allir hafi aðgang að fyrsta flokks menntun sem hingað til hefur einungis verið aðgengileg fáum útvöldum. Og að valdefla fólk með menntun til að bæta lífsgæði þess.

Námskeiðin eru fjölbreytt og byggja aðallega á myndskeiðum og gagnvirkum æfingum. Coursera býður m.a. upp á námskeið tengd viðskiptafræði, læknisfræði, líffræði, upplýsingatækni, stærðfræði og félagsfræði.