12 smáforrit fyrir jól

Jóladagatal UT-torgs verður í formi umfjöllunar/kynningar á smáforritum sem henta mjög vel í námi og kennslu. Jóladagatalið okkar köllum við „12 smáforrit fyrir jól“.

Einblínt verður á að nýta virku dagana í desember, þannig að fyrsta færslan kemur inn 1. des. sú næsta þann 4. des. og svo koll af kolli.

 

1. desember. Fyrsta smáforritið sem varð fyrir valinu er Canva. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

   

 

4. desember. Annað smáforritið er Padlet. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

5. desember. Þriðja smáforritið er Office Lens. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

6. desember. Fjórða smáforritið er Spilarinn. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

7. desember. Fimmta smáforritið er Microsoft Sway. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

8. desember. Sjötta smáforritið er BeFunky. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

11. desember. Sjöunda smáforritið er BookCreator. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

12. desember. Áttunda smáforritið er Google Drive. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

13. desember. Níunda smáforritið er Puppet Pals. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

14. desember. Tíunda smáforritið er ThingLink. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

15. desember. Ellefta smáforritið er Adobe Spark Page. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

18. desember. Tólfta smáforritið er Orðagull. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).
Hour of Code

Vikuna 7.-13. desember verður haldin Hour of Code vikan. Markmiðið með átakinu er að nemendur kynnist forritun í amk. eina klukkustund þá viku. Á heimasíðunni www.hourofcode.com er hægt að skrá skóla og þau verkefni sem vinna á. Síðuna og mörg forrit er hægt að stilla á íslensku sem einfaldar og eykur aðgengi yngri nemenda. Átakið hefur náð til yfir 140 milljón þátttakenda í yfir 180 löndum og núna eru 116.116 viðburðir skráðir.

Á síðunni er að finna nokkur forritunarverkefni (smelltu á prófaðu), mismunandi þemu eru hvert ár og núna er Minecraft og Starwars þema.

Rakel G. Magnúsdóttir og Guðmundína Arndís Haraldsdóttir, kennarar við Kelduskóla Korpu, hafa tekið saman Padlet borð þar sem þær hafa safnað slóðum að helstu forritunarkennslusíðum. Þar kennir ýmissa grasa og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Slóðin er: http://bit.ly/kelduskoli
Menntabúðir IV – Fréttir

Fimmtudaginn 13. nóvember sl. voru haldnar fjórðu menntabúðir vetrarins og þemað að þessu sinni var „Vendikennsla“. Að vanda voru kynningarnar fjölbreyttar og þátttakendur komu víða að. Gaman var að sjá hversu mörg ný andlit bættust við þátttakendahópinn. Það var Ölgerðin – Egill Skallagrímsson sem sá okkur fyrir veitingum í kaffihléinu. Skráning er þegar hafin á síðustu menntabúðir þessa árs sm haldnar verða fimmtudaginn 27. nóvemer og þemað verður „Brot af því besta“. Smelltu hér til að skrá þig.

Svæðinu var skipt upp í 4 stöðvar í fyrra hollinu og svo í 3 stöðvar í seinna hollinu og hvort holl stóð yfir í 45 mínútur. Ein stöðin var í gegnum Google Hangouts en það var Tryggvi Hrólfsson frá Menntaskólanum á Tröllaskaga sem kynnti „Sögu tölvuleikja og Moodle“. Ákveðið var að prófa að skrá endurgjöf þátttakenda á Padletborð, smelltu hér til að skoða það.

Eftirfarandi kynningar voru:

  • kynnig á reynslu kennara í Akurskóla
  • kynning á edPuzzle (veflægtforrit til að gera gagnvirk myndskeið)
  • kynning á hvernig mismunandi tæki og tól henta mismunandi kennurum. Reynslusögur frá Keili.
  • saga tölvuleikja og Moodle, Framhaldsskólinn á Tröllaskaga
  • Hvað bera að hafa í huga við innleiðingu á MET (með eigin tæki (BYOD)) í grunn- og framhaldsskólum
  • kynning á skjáupptökuforritum, Screnncast-o-matic, Camtasia og Stage Pro (interactive whiteboard fyrir iPad).
  • Tryggvi Thayer – kynning á nýju Erasmus+ verkefni: FLIP – Flipped Learning in Praxis.

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á menntabúðum 13. nóvember 2014

 

 
Menntabúðir III haust 2014 fréttir

Þriðju menntabúðir haustmisseris voru haldnar í dag, þemað að þessu sinni var sköpun. Að vanda voru fjölbreyttar kynningar og um 50 þátttakendur komu víða að af öllum skólastigum. Einstaklega var gaman að sjá svo mörg ný andlit og ánægjulegt hversu margir sýna áhuga og eru tilbúnir að taka þátt í þessum tilraunum með okkur. Skráning er í fullum gangi á næstu menntabúðir sem verða fimmtudaginn 13. nóvember og þemað verður Vendikennsla. Hér getur þú skráð þig.

Svæðinu var skipt í 5 stöðvar og keyrt var í tveimur lotum 45 mín. hvor. Ein stöðin var með öðru sniði, en þar var Páll Thayer í beinni útsending frá USA í gegnum Google Hangouts. Ákveðið var að prófa að skrá endurgjöf þátttakenda á padletborð, smelltu hér til að skoða það.

Eftirfarandi kynningar voru:

Myndirnar hér að neðan voru teknar á menntabúðum 30. október 2014
Menntabúðir I haust 2014 – Fréttir

Í dag voru haldnar Menntabúðir í stofu H-207 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð. Þetta voru fyrstu menntabúðir skólaársins og þemað var snjall- og fartækni. Um 50 manns mættu og tóku virkan þátt. Að þessu sinni var skipulagið öðruvísi en venjulega. Ekki voru fyrirfram ákveðnar stöðvar heldur var sett upp Padlet borð og þátttakendur beðnir um að skipta sér í þriggja manna hópa og ræða innbyrðis um hvaða umfjöllunarefni ætti að fjalla um og útnefna þann í hópnum sem myndi kynna. Til varð þetta Padlet borð.

Miklar og góðar umræður spunnust á hverri stöð. Ánægjulegt var að sjá hversu margir nýjir mættu. Almann ánægja var með búðirnar, allir kynntust einhverjum nýjum aðila og allir munu mæla með menntabúðum. Skráning er þegar hafin á næstu menntabúðir sem verða þann 16. október á sama stað kl. 16:15-18:15 og þemað verður eTwinning.

Umfjöllunarefnin voru: 

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á menntabúðunum 18. september 2014
Menntabúðir 1 – fréttir

Fyrstu menntabúðir vetrarins voru haldnar í dag. Slagorð dagsins voru „Trix, tækni og tengslanet“. Einstaklega var gaman að sjá hversu margir mættu og tóku þátt í þessari velheppnuðu tilraun með okkur.

Svæðinu var skipt upp í 7 stöðvar og voru umfjöllunarefnin af ýmsum toga. Dagskráin gerði ráð fyrir eftirfarandi umfjöllunarefnum: twitter (#menntabudir @ut_torg), Doceri, TouchCast, Turfhunt, Relanpro, PowToon, Vendikennsla, Opið menntaefni, Pinterest, Vefveggspjöld.

Mikið fjör og góðar umræður sköpuðust sem náðu langt út fyrir dagskránna og var almennt mat þátttakenda að búðirnar hefðu tekist vel. Einnig komu fram tillögur um umfjöllunarefni fyrir næstu menntabúðir sem verða haldnar fimmtudaginn 7. nóvember. Skráning er þegar hafin.

Sólveig Jakobsdóttir og Svava Pétursdóttir fjalla um menntabúðirnar á bloggsíðum sínum. Smelltu á nöfnin þeirra til að lesa færslurnar.

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á menntabúðunum 31. október 2013.