Menntabúðir UT torgs 22. mars 2018

Staðsetning: Stofa H-207 í húsnæði Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð

Hvenær: Fimmtudaginn 22. mars kl. 16:15-18:00

Samstarfsaðilar: Upplýsingatæknitorg, Menntavísindasvið HÍ, RANNUM, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar.

Þemað að þessu sinni er einfalt eða upplýsingatækni í skólastarfi. Dagskráin er enn í mótun og ef þú hefur áhuga á að kynna eitthvað eða fá kynningu á einhverju skráðu það á Padlet töfluna á eftirfarandi slóð: https://padlet.com/uppltorg/menntab1_2018

Einnig getur þú séð dagskránna þar.

Efirfarandi kynningar eru staðfestar:

Þemaverkefnið “Snjalli skólinn minn”, spjaldtölvuteymi Setbergsskóla.

Skynjarar fyrir mocro:bit, RadpberryPi, þjarkaþróunarverkefni, Vísindasmiðja HÍ.

Námsflæði kerfið, Flow Education.

Kafteinninn, Fróði, Málfarimn og Prím, Costner.

Skráning fer fram á eftirfarandi slóð: https://goo.gl/forms/uzE77Nu94dhQ7DGk2

Sjá nánar í Smore auglýsingu https://www.smore.com/n7us3-menntab-ir-reykjav-k?ref=email
Tölvuval í Kelduskóla Vík

Í vetur stóð nemendum í 8.-10. bekk til boða valáfanginn „Tölvuval“ sem Rakel G. Magnúsdóttir hafði umsjón með.

Nemendur unnu að mjög fjölbreyttum verkefnum
• Forritun (html, css og c#)
• Vefumsjónarkerfi (WordPress eða Joomla)
• Raspberry Pi
• Augmented reality
• MakeyMakey

Einnig var CCP sótt heim. Í heimsókninni fengu nemendur góða kynningu á verkefnum og starfsemi fyrirtækisins.

Í lokin var haldið “Nördakvöld”. Þar mætti Rakel með fullt af allskonar “tæknidóti” fyrir nemendur til að prófa. Þar var Makey Makey, Osmo, Dróner, minnsti dróner í heimi, njósnara bíll, Ferari sportbíll, Little bits, Augmented Reality bækur, Google Cardboard svo eitthvað sér nefnt.

Einnig mættu tveir gestafyrirlesarar þeir Eyþór Máni, nemandi í Tækniskólanum (www.tskoli.is) og Arnar frá Dronefly (www.dronefly.is). Eyþór Máni fræddi nemendur um Raspberry Pi smátövur. Sem hann hefur sjálfur lært á og unnið mikið með í sínu námi.
Arnar kom með nýjasta drónerinn til að sýna og kynnti þau fjölbreyttu verkefni sem fyrirtækið hefur tekið að sér.

Eins og sjá má á myndbandi var mikið fjör og margt fróðlegt í gangi.
https://vimeo.com/167676351

Bjarndís Fjóla Jónsdóttir, verkefnastjóri Kennslumiðstöð HÍ
Rakel G. Magnúsdóttir, stundakennari

Myndirnar hérna fyrir neðan voru teknar á „Nördakvöldinu“.
Menntabúðir I haust 2014 – Fréttir

Í dag voru haldnar Menntabúðir í stofu H-207 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð. Þetta voru fyrstu menntabúðir skólaársins og þemað var snjall- og fartækni. Um 50 manns mættu og tóku virkan þátt. Að þessu sinni var skipulagið öðruvísi en venjulega. Ekki voru fyrirfram ákveðnar stöðvar heldur var sett upp Padlet borð og þátttakendur beðnir um að skipta sér í þriggja manna hópa og ræða innbyrðis um hvaða umfjöllunarefni ætti að fjalla um og útnefna þann í hópnum sem myndi kynna. Til varð þetta Padlet borð.

Miklar og góðar umræður spunnust á hverri stöð. Ánægjulegt var að sjá hversu margir nýjir mættu. Almann ánægja var með búðirnar, allir kynntust einhverjum nýjum aðila og allir munu mæla með menntabúðum. Skráning er þegar hafin á næstu menntabúðir sem verða þann 16. október á sama stað kl. 16:15-18:15 og þemað verður eTwinning.

Umfjöllunarefnin voru: 

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á menntabúðunum 18. september 2014
Menntabúðir III 2014 – fréttir

Fimmtudaginn 10. apríl sl. voru haldnar UT-menntabúðir í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð. Að þessu sinni var annað snið á búðunum. Í staðinn fyrir að skipta svæðinu í nokkrar stöðvar þar sem eitt viðfangsefni er kynnt á hverri stöð, var einungis ein stöð og fóru allar kynningarnar fram þar.

Kristín Jónsdóttir kynnti FlipGrip, 90 sek. video-frásögn. Kennari leggur fram spurningu sem nemendur svara í 90 sek. myndskeiði.
Bjarndís Fjóla Jónsdóttir kynnti Powtoon, hvernig það er nýtt í ljósmyndunarkennslu. Einnig hvernig Smore er nýtt í upplýsingatæknikennslu.
Ásdís Steingrímsdóttir kynnti Pinterest, samfélagsmiðill – vefsíðusafn.
Þorbjörg Guðmundsdóttir kynnti Touchcast, mjög flottar videokynningar (VideoWeb).
Ágústa Guðmundsdóttir kynnti Kahoot, veflægt spurningakerfi sem byggir á game-based digital pedagogy. Virkar á öllum tækjum.
Salvör Gissurardóttir kynnti Hopscotch, einfalt forritunarmál fyrir iPad. Kynningarmyndskeið á íslensku.
Tryggvi Thayer kynnti Raspberry pi, lófastór tölva sem keyrir á Linux stýrikerfinu. Tölvuna er hægt að forrita til að gera nánast hvað sem er.

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á menntabúðunum.