12 smáforrit fyrir jól

Jóladagatal UT-torgs verður í formi umfjöllunar/kynningar á smáforritum sem henta mjög vel í námi og kennslu. Jóladagatalið okkar köllum við „12 smáforrit fyrir jól“.

Einblínt verður á að nýta virku dagana í desember, þannig að fyrsta færslan kemur inn 1. des. sú næsta þann 4. des. og svo koll af kolli.

 

1. desember. Fyrsta smáforritið sem varð fyrir valinu er Canva. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

   

 

4. desember. Annað smáforritið er Padlet. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

5. desember. Þriðja smáforritið er Office Lens. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

6. desember. Fjórða smáforritið er Spilarinn. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

7. desember. Fimmta smáforritið er Microsoft Sway. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

8. desember. Sjötta smáforritið er BeFunky. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

11. desember. Sjöunda smáforritið er BookCreator. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

12. desember. Áttunda smáforritið er Google Drive. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

13. desember. Níunda smáforritið er Puppet Pals. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

14. desember. Tíunda smáforritið er ThingLink. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

15. desember. Ellefta smáforritið er Adobe Spark Page. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

18. desember. Tólfta smáforritið er Orðagull. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).
Íslenskt smáforrit valið til úrslita í hinum virtu BETT Awards

Smáforritið Word Creativity Kit frá íslenska fyrirtækinu Gebo Kano hefur verið valið til úrslita í BETT Awards, í flokknum „Smáforrit í menntun“. Úrslit verða tilkynnt á alþjóðlegu BETT ráðstefnunni sem verður haldin í janúar.

BETT ráðstefnan (British Educational Training and Technology Show) er stærsta ráðstefna sinnar tegundar í heiminum en á henni er fjallað um upplýsingatækni í menntun. Í fyrra sóttu hana tæplega 35 þúsund gestir frá 138 löndum.

Sjö önnur smáforrit komust í úrslit, þar á meðal forrit frá risum í útgáfustarfsemi eins og Bloomsbury og Microsoft. Þetta hlýtur því að teljast frábær árangur.

Word Creativity Kit er sandkassi fyrir skapandi skrif og byrjendalæsi. Í forritinu fá nemendur tækifæri til að leika sér með orð sem þeir fá af handahófi og skapa setningar, ljóð eða heilu sögurnar. Eitt af því sem gerir forritið einstakt er mikill fjöldi orða sem það inniheldur eða yfir 4500 orð og að það að hægt er að breyta beygingarmyndum þeirra allra. Nemendur eða kennarar geta einnig unnið með eigin orð í staðin fyrir af handahófi. Hægt er að smella á orðin í verkefninu og láta talgervil lesa þau. Það gagnast bæði fyrir nemendur sem eru að æfa lestur og í tungumálakennslu.

Word Creativity Kit er í notkun í skólum út um allan heim og hefur fengið frábærar umsagnir og viðurkenningar hvar sem um það er fjallað. Á síðu danska ríkisútvarpsins var það m.a. valið á lista yfir 13 bestu smáfforit í menntun fyrir börn.

Íslenska útgáfan af Word Creativity Kit heitir Orðaflipp og er að mestu leiti eins.

Fyrirtækið Gebo Kano ehf. sérhæfir sig í gerð smáforrita fyrir börn og skólastarf. Það hefur gefið út fjölda slíkra smáforrita sem notuð eru í skólastarfi bæði hérlendis sem erlendis.

Gebo Kano voru með bás á BETT sýningunni í London í janúar þar sem þau kynntu forritin sín.

Hér má sjá lista yfir alla sem voru valdir til úrslita í öllum flokkum:
http://bettawards.com/finalists/

Hér er heimasíða Gebo Kano:
gebokano.com

Hér er Word Creativity Kit í App Store:
https://itunes.apple.com/app/word-creativity-kit-creative/id825981779?mt=8&ign-mpt=uo%3D8

Guðný Þorsteinsdóttir gudny@gebokano.com sími 659-0313.
Íslensk smáforrit tilnefnd til Bettverðlaunanna 2016

Kids Sound Lab, er eitt af sjö smáforritum í flokknum smáforrit í Menntun sem valið hefur verið til Icon Kidssoundlab með textaúrslita á alþjóðlegu BETT ráðstefnunni, sem haldin verður í janúar á næsta ári.

BETT ráðstefnan fjallar um upplýsingatækni í menntun og  er sú stærsta sinnar tegundar í Bretlandi. Í fyrra sóttu hana um 35 þúsund gestir frá yfir 110 þjóðlöndum.

Kids Sound Lab er enskt smáforrit sem kennir framburð ensku málhljóðanna í sömu röð og enskumælandi börn tileinka sér hljóðin, auk þess sem helstu undirbúningsþættir fyrir læsi eru kenndir og þjálfaðir. 

Smáforritið Kids Sound Lab, byggir á sömu aðferðafræði og íslenska smáforritið Lærum og leikum með hljóðin, sem er íslenskt hugvit; aðferð sem Bryndís Guðmundsdóttir hefur þróað í starfi sem talmeinafræðingur um árabil og gefið út í þjálfunarefni fyrir allar íslenskar barnafjölskylur og skóla. Fjölmörg íslensk börn þekkja þetta efni bæði í bókum, spilum og smáforritum, sem eru nú komin út fyrir bæði iPad og iPhone.

Kids Sound Lab yfirlitssíða hljóðinÞað er talsvert afrek að komast í úrslit hjá svona stórum erlendum aðilum á sviði tækni og menntunar. Þetta gerist á
sama tíma og þjóðarátak í læsi stendur yfir hér á landi og er gríðarlega mikil viðurkenning á vinnu Bryndísar og samstarfsaðila hennar á sviði menntunar, málþroska og læsis.

Í grunninn er um að ræða aðferðafræðina sem er í íslenska efni ,,Lærum og leikum með hljóðin“ og Froskaleikjanna, sem fjölmörg börn, foreldrar og kennarar eru farin að vinna með hér á landi.

Til fróðleiks og upplýsinga:
Í allri umræðu um læsi og því hversu aftarlega við stöndum með íslenskuna gagnvart læsi og tæknivæðingu er tilefni til að minnast á það sem vel er gert af íslenskum fagaðilum. Smáforritin: Lærum og leikum með hljóðin og Froskaleikir 1,2,3 og Froskaleikur Skólameistarinn, eru einu íslensku smáforritin, sem til eru, sem kenna börnum að bera íslensku hljóðin rétt fram, kenna umskráningu, orðaforða og alla nauðsynlega grunnþætti sem rannsóknir sýna að undirbúa læsi. Ég hef lagt nótt við dag síðustu ár í þróun þessara verkefna. Sömu grunnþætti í aðferðafræði hef ég sett út í  enskum smáforritum; Kids Sound Lab og Frog game 1,2,3 og Frog Game School en það er sama þörf erlendis á að vinna með sömu þætti. Það er þó sérstaklega mikilvægt til viðhalds íslenskunni sem lítils málminnihlutasamfélags að til séu vönduð smáforrit á þessu sviði fyrir íslensk börn. Viðurkenningin nú sýnir að aðferðafræðin og vandað efni sem upphaflega var þróað fyrir íslensk börn á heima víðar erlendis. Þá eru íslensku smáforritin og þjálfunarefni Lærum og leikum með hljóðin, sem er fyrir allar barnafjölskyldur mikilvæg í ljósi langra biðlista eftir talþjálfun)

Hér fyrir neðan eru tenglar á öll smáforritin í AppStore. Það er m.a. hægt að sjá myndir úr smáforritunum þar og lesa upplýsingar.

Þá eru upplýsingar á heimsíðunum:  kidssoundlab.com   og laerumogleikum.is

LÆRUM OG LEIKUM:
Smáforritið Leikum og lærum í AppStore
Kennslumyndskeið á íslensku
Íslenskt kynningarmyndskeið um Froskaleikina
Froskaleikur – skólameistarinn
Froskaleikur 1   FYRSTU HLJÓÐIN
Froskaleikur 2  NÆSTU HLJÓÐ
Froskaleikur 3  ERFIÐUSTU HLJÓÐIN

ENSKU LEIKIRNIR:kidssoundlab facebook slider
Kynningarmyndskeið um ensku leikina
Smáforritið Kids Sound Lab pro í AppStore
Link for the English App on youtube
Frog Game 1  Early sounds
Frog Game 2  Middle 8 sounds
Frog Game 3  Late developing sounds
Frog Game School

Bryndís Guðmundsdóttir M.A.CCC-SLP
Talmeinafræðingur
bryngudm@gmail.com
Spjaldtölvur í kennslu með börnum með einhverfu

Veturinn 2012 – 2013 ákváðum við í Brekkuskóla að kynna okkur á hvern hátt spjaldtölvur gætu nýst í kennslu með nemendum með einhverfu. Skólinn var áður búinn að fjárfesta í spjaldtölvum fyrir sérkennara. Við notkun á þeim sáum við ýmsa möguleika til að auðvelda skipulag fyrir nemendur og til að auka sjálfstæði þeirra. Ákveðið var að hefja þróunarverkefni varðandi notkun á spjaldtölvum í námi og daglegu lífi með nemendum með einhverfu. Brekkuskóli sótti um styrk til samfélagsverkefna frá Norðurorku sem við fengum. Styrkurinn var notaður til að kaupa fjórar spjaldtölvur til notkunar fyrir nemendur og til að sækja námskeið fyrir kennara sem haldið var á vorönn 2013. Vinna með nemendum hófst haustið 2013.

Öryggi og sjálfstæði er mikilvægt
Ýmsir þættir t.d. breytingar, nýjar aðstæður og yfirsýn yfir skipulag, valda nemendum með einhverfu kvíða og óöryggi. Markmiðið þróunarverkefnisins er að styðja þá í að átta sig á aðstæðum og finna leiðir til að verða öruggari og sjálfstæðari. Fyrsta vetur verkefnisins höfum við lagt áherslu á að nemendur læri að nota spjaldtölvur bæði til skipurlags, upplýsingaöflunar og verkefnavinnu. Vinnan hefur verið einstaklingsmiðuð eftir þörfum nemendanna. Með því að nota spjaldtölvur verður skipulagið sjónrænt sem hentar nemendum með einhverfu mjög vel. Auðvelt er að endurskoða og bæta við skipulagið í tækinu jafnóðum og eftir þörfum. Við höfum notað m.a. dagatal, minnismiða, áminningu og tímavaka. Einnig er hægt að ná í smáforit fyrir dagsskipulag sem eru misjafnlega myndræn og hægt er að aðlaga að þörfum nemenda. Önnur markmið með notkun á spjaldtölvum hefur t.d. verið að þjálfa fínhreyfingar, hlustun og ritun sem og færniþætti í stærðfræði og tungumálum.

Spjaldtölvur styrkja skýrt skipulag og nám
Með því að nota ritvinnslu hafa nemendur getað skráð ýmsar upplýsingar og unnið verkefni. Einnig hefur ritvinnslan nýst vel til að setja inn eða vinna félagsfærnisögur með nemendum. Það hefur reynst vel að hafa alla þætti tengda skipulagi og upplýsingaleit á einum stað en ekki á blöðum sem hættir til að týnast. Nemendur hafa oft not fyrir félagsfærnisögur og minnisatriði endurtekið, þegar svipaðar aðstæður/atburðir eiga sér stað. Spjaldtölvunotkunin gefur nemendum kost á að bæta við upplýsingum, færa til og breyta í skipulaginu. Fyrir utan kosti við skipulag og að styðja nemendur í að auka sjálfstæði sitt höfum við séð ánægjulegar breytingar á vinnulagi nemenda þar sem vinnan í spjaldtölvunum hefur létt á færniþáttum sem hafa reynst þeim erfiðir. Má þar nefna nemendur sem hafa átt erfitt með ritun. Eftir að hafa fengið þjálfun í spjaldtölvu og unnið þar með ritvinnslu, fínhreyfileiki og stafainnlögn höfum við séð viðhorf nemenda til skriftarvinnu verða afslappaðra og það leitt til aukinnar vinnu bæði í spjaldtölvunni en einnig á hefðbundinn hátt með blýanti og blaði. Hjá öðrum hefur þessi vinna leitt til aukinnar áherslu á innihald frásagna. Nemendur hafa getað einbeitt sér að skapandi skrifum þannig að textarnir þeirra hafa lengst og orðið fjölbreyttari. Á sama tíma og við höfum unnið með börnum með einhverfu höfum við séð að tækin geta auðveldað og stutt við sjálfstæði og nám fjölbreytts nemendahóps og má þá nefna nemendur með lestrarörðugleika, ADHD og bráðgera nemendur.

Möguleikarnir eru margir
Eftir þetta fyrsta ár höfum við lært mikið, bæði í notkun á spjaldtölvunni, sem og hefur vinnan gefið okkur nýja sýn á margt í færni og möguleikum nemenda okkar. Við erum stöðugt að finna ný smáforrit sem gefa möguleika á að gera vinnuna fjölbreyttari á markvissan hátt. Við höfum nú hafið þessa þróunarvinnu og erum áhugasöm um framhaldið. Að hefja notkun á nýjum aðferðum tekur tíma. Við reynum að vinna á þeim hindrunum sem upp koma með því að fara rólega af stað og læra jafnt og þétt. Við notum þær spjaldtölvur sem við höfum en með fleiri tækjum gætum við unnið meira og með fleiri nemendum. Skipulag, félagsfærnisögur og minnispunktar eru persónulegar upplýsingar sem ekki eiga að vera aðgengilegar öðrum.

Spjaldtölvur eru góð viðbót
Mikilvægt er að kennarar nái að þjálfa sig í notkun á spjaldtölvum og finni hvaða markmiðum þeir vilja ná. Þarfir nemenda þurfa alltaf að vera í fyrirrúmi. Það er okkar að leiða nemendur áfram í notkun á tækninni til þess að þeir verði sjálfstæðari í sínu daglega lífi. Notkun á spjaldtölvum eða öðrum tækjum er engin töfralausn í skólastarfinu en mikilvægt að hafa í huga að tækjanotkunin er góð og gagnleg viðbót við allt annað sem við gerum. Við þökkum Norðurorku kærlega fyrir að hafa veitt Brekkuskóla styrkinn sem gaf okkur tækifæri til að hefja þessa þróunarvinnu. Við sjáum marga möguleika í notkun með spjaldtölvum í skólavinnunni eins og fram hefur komið og hlökkum til að halda áfram í samvinnu við nemendur okkar.

Fyrir hönd Brekkuskóla
Halla Kristín Tulinius, sérkennari
Rósa Mjöll Heimisdóttir, sérkennari.
Haustsmiðjur 2014 – Spjaldtölvunámskeið

Skemmtilegir og áhugasamir kennarar mættu á Haustsmiðjur Reykjavíkurborgar sem haldin var í Álftamýrarskóla 11. og 12. ágúst. Viðfangsefnið var spjaldtölvur í námi og kennslu, þrjár leiðir voru í boði; byrjendur, yngsta stig og elsta stig.

Dr. Svava Pétursdóttir nýdoktor við Menntavísindasvið, fjallaði um af hverju ætti að velja spjaldtölvur í námi og kennslu. Sjá glærur.

Rakel G. Magnúsdóttir fjallaði um fyrstu skrefin við innleiðingu spjaldtölva í skólastarf og deildi reynslu sinni bæði frá leikskólanum Bakkabergi og núverandi vinnustað hennar Kelduskóla. Sjá glærur.
Einnig fjallaði hún um góðar leiðir til að vinna með spjaldtölvur á yngsta stigi grunnskólans, benti á smáforrit og verkefnahugmyndir. Sjá glærur.
Þá benti hún á smáforrit og kennsluhugmyndir fyrir elsta stig. Sjá glærur.

Ólöf Una Haraldsdóttir tölvunarfræðingur, fjallaði um hvernig nýta má spjaldtölvur til forritunarkennslu á öllum skólastigum. Sjá glærur.
Einnig fjölluðu Rakel og Ólöf um hvernig nýta má spjaldtölvur í stærðfræðikennslu á yngsta stigi. Sjá glærur.

Svanur Bjarki Úlfarsson tónmenntakennari í Kelduskóla, fjallaði um mjög spennandi verkefni sem hann vann með nemendum sínum í tónlistarforritinu GarageBand. Sjá glærur.

Bjarndís Fjóla Jónsdóttir upplýsingatæknikennari og verkefnisstjóri UT-torgs, kynnti netlæga forritið Kahoot. Kennslumyndskeið verður birt á Applandi og UT-torgi um helgina. Sjá glærur.

Smelltu hér til að skoða Padagogy Wheel sem er flokkað eftir flokkunarkerfi Bloom.

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á spjaldtölvunámskeiðinu 11.-12. ágúst 2014
Nýtt smáforrit fyrir ipad

Word Creativity Kit er nýtt spennandi forrit fyrir iPad frá íslenska fyrirtækinu Gebo Kano. Forritið er hannað af grunnskólakennara til að hvetja börn til að skapa og leika sér með orð á mismunandi vegu t.d. að skrifa örsögur og ljóð.

Word Creativity Kit er með yfir 4500 orð í öllum orðmyndum sem hjálpar börnum að læra enska málfræði og beygingar.

Notandinn getur valið að fá orð úr sjö mismunandi orðaþemum s.s. ævintýri, vísindi eða náttúra. Við það birtast orð af handahófi úr völdum flokkum og notandi nýtir þau í verkið sitt. Hægt er að bæta við eigin orðum, eyða burt þeim orðum sem henta ekki og skreyta verkið með mismunandi bakgrunnum og límmiðum. Einnig er hægt að breyta um leturgerð, bakgrunnslit, lit á seglum og letri. Hægt er að stækka og minnka stök orð með því að nota tvo fingur og teygja segulinn.

Verkin eru vistuð í bókum sem notendur geta gefið nafn og valið útlit á. Hver fjölskyldumeðlimur getur þannig átt sína eigin bók til að geyma verkin sín í.

Word Creativity Kit nýtist jafnt enskumælandi börnum sem og þeim sem eru að læra ensku sem annað tungumál.

Von er á íslenskri útgáfu af forritinu innan tíðar. Í þeirri útgáfu verða ekki aðeins þúsundir íslenskra orða heldur einnig verkefnasmiður þar sem kennarar útbúið eigin orðabanka til að láta nemendur vinna með.

Word Creativity Kit fæst í App Store um allan heim.
Smelltu hér til að sækja forritið í íslensku App Store.
Nánari upplýsingar um forritið er hægt að finna hér.
Menntabúðir 2 – fréttir

Aðrar menntabúðir vetrarins voru haldnar í dag. Slagorð dagsins voru „Nýsköpun í nóvember. Einstaklega ánægjulegt var að sjá hversu margir mættu og tóku þátt í þessari velheppnuðu tilraun með okkur. Einnig var ánægjulegt að sjá hversu mörg ný andlit bættust í hópinn frá fyrstu menntabúðum.

Svæðinu var skipt upp í 9 stöðvar og voru umfjöllunarefnin af ýmsum toga. Dagskráin gerði ráð fyrir eftirfarandi umfjöllunarefnum: Kynning á valnámskeiðinu „Skapandi verkfræði og forritun„; Kynnng á Google umhverfinu og hvernig það er notað í kennslu; Kennsla á iPad smáforritin Stop Motion; Puppet Pals og Book Creator; Gerð stemningsmynda (moodboard, visionboard) með Pinterest og Polyvore; Rafræn dreifibréf (smore), fréttabréf og póstlistar (MailChimp), vefsmíðar með scrollkit; Smáforrit í stærðfræðikennslu; VendikennslaExplain Everything og Final Argument; Myndrænir örmiðlar Vine (tengt Twitter) og Instragram; Kynning á Edmodo kerfinu; Smáforrit í sérkennslu, Puppet Pals, Story Creator og Bitsboard; Kynning á Socrative og umræður um rafræna prófmiðla; Smáforrit frá Gebo Kano, Segulljóð fyrir iPad og iPhone, Krakkaseglar fyrir iPad, Kveikjarinn ritunaræfingaforrit bæði fyrir spjaldtölvur og borðtölvur, Formþrautaleikurinn IKUE sem tengist rúmskynjun og rúmfræði; MOOC – hvað er það, möguleg þróun UT-MOOC’s á Íslandi; Moodle; Gagnaukinn veruleiki með spjaldtölvum og snjallsímum. Smáforrit á borð við:  Aurasma, Wikitude, LandscapAR.

Mikið fjör og góðar umræður sköpuðust á stöðvunum sem náðu langt út fyrir dagskránna og var almennt mat þátttakenda að búðirnar hefðu tekist vel. Í lokin stjórnaði Svava Pétursdóttir umræðum þar sem þátttakendur tjáðu sig um viðburði dagsins. Fram komu tillögur um umfjöllunarefni fyrir næstu menntabúðir sem verða haldnar fimmtudaginn 21. nóvemberSkráning er þegar hafin.

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á menntabúðunum 7. nóvember.
Myndvinnsla í iPad

Photo editor er app fyrir iPad, iPhone og iPad touch. Forritið býður upp á að taka ljósmyndir og vinna þær á einfaldan hátt: kroppa, breyta um liti, lýsa, setja texta á myndirnar, laga birtu, konstrast, teikna inn á myndirnar og margt fleira. Forritið hentar vel til að vinna myndefni fyrir t.d. kennslu eða til að láta nemendur vinna myndefni fyrir verkefni. Þannig er hægt að vinna myndina áður en hún er vistuð. Einnig er hægt að sækja myndir í gagnabanka, setja inn í forritið og vinna þær.

Þegar búið er að vinna myndefnið býður forritið upp á að vista myndina í myndabankanum, deila henni á Facebook, Flickr, Tumblr, eða senda í tölvupósti svo dæmi sé tekið.

Ef þú vilt losna við auglýsingar og uppfæra forritið er hægt að gera það fyrir smá pening. Photo editor er skemmtilegt og einfalt forrit bæði fyrir kennara og nemendur.

Ida Marguerite Semey.
Upplýsingatækni í Salaskóla – Ný leið að námi

Í Salaskóla stendur yfir þróunarverkefni um notkun iPad í námi og kennslu. Markmiðið er að skoða og nýta sem mest af þeirri tækni sem er í boði fyrir nemendur og kennara í námi og kennslu.  Á vef verkefnisins er hægt að fylgjast með framvindunni. Þar er að finna ýmsar upplýsingar og kennslumyndskeið um smáforritin, skipulag og utanumhald, uppsetningu og notkun AppleTV.

Í upphafi stóð til að prófa tvo möguleika til að auka UT í námi og kennslu í Salaskóla, þ.e. iPad og Windows MultiPoint. Skólanum tókst ekki að verða sér úti um MultiPoint þjóninn, þess vegna varð aðaláherslan á innleiðingu iPadsins. Ekki er úti öll nótt varðandi MultiPoint innleiðinguna þar sem verkefnið hefur verið framlengt til næstu áramóta.

Hér fyrir neðan getur þú horft á upptöku af erindi Hafsteins Karlssonar, skólastjóra Salaskóla, á ráðstefnu 3f, HR og Upplýsingar „Í skýjunum“.
Android í Hólabrekkuskóla

Kveikjan að verkefninu voru bréfaskriftir nemenda 8. árgangs til skólastjóra. Í apríl 2013 hófst samstarfs- og tilraunaverkefni Hólabrekkuskóla, Upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar, Skóla- og Frístundasviðs og Nýherja.

Verkefnið gengur út á að skoða hvernig hægt er að nýta Samsung spjaldtölvur með android stýrikerfi við kennslu og horfa til framtíðar hvað varðar samþættingu nýrra kennsluhátta og tækni.

Í unglingadeild Hólabrekkuskóla er Netskóli Reykjavíkur (Moodle) notaður í ýmsum fögum. Í verkefninu verður athyglinni sérstaklega beint að því hvernig nýta má skólann í sjálfri kennslustofunni, en hingað til hefur hann eingöngu verið notaður til að vinna heimaverkefni og fyrir sjálfsnám nemenda.

Á síðu verkefnisins verður hægt að fylgjast með gangi mála og hvaða smáforrit (öpp) og önnur forrit eru notuð í verkefninu.