Útvarp GSnb 12.-15. des.

Þetta er í annað sinn sem GSnb heldur úti útvarpi í aðdraganda jóla. Við sendum út á tíðninni 103,5 frá þriðjudeginum 12.12. til föstudagsins 15.12. Hægt er að hlusta á útvarpið á netinu eða snjalltækinu á slóðinni http://spilarinn.is/#GSNB

Í 1.-7. bekk vinna nemendur bekkjarþættir  og eru þeir teknir upp áður. Nemendur í 8.-10. bekk  vinna útvarpshandrit í íslensku tímum og skila til kennara, þeir ráða síðan hvort þeir fara með þættina í útvarpið sem margir gera. Við bjóðum líka fleirum í samfélaginu að taka þátt, t.d.  hafa einstaka starfsmenn verið með þætti, fyrrverandi nemendur, leikskólinn og Smiðjan sem er dagþjónusta og vinnustofa fyrir fatlaða einstaklinga með skerta starfsgetu. Það eru allir velkomnir að vera með þætti.

Til þess að útvarpið verði að veruleika þarf margt að smella saman. Undirbúningur þarf að vera góður, upptökur og handritagerð þarf að vanda. Ávinningurinn fyrir nemendur er margvíslegur, hæfileikar sem alla jafna eru ekki þjálfaðir fá notið sín, s.s. framsögn, samning handrita og tæknimenn fá tækifæri til að læra á nýja tækni.

Hugmyndin að jólaútvarpinu er fengin úr Grunnskólanum í Borgarnesi og hafa þeir staðið fyrir útvarpi í 25 ár, sjá nánar: http://skolathraedir.is/2016/12/10/utvarp-odal-1013-jolautvarp-nemenda-i-grunnskolanum-i-borgarnesi/. Sigurþór Kristjánsson, Sissi hefur haldið utan um útvarpið til fjölda ára og var hann tæknilegur ráðunautur í þessari vinnu okkar í GSnb. Hann kom í heimsóknir, hitti nemendur og fundaði með nemendaráðinu og starfsfólki.

Það er von okkar að þetta framtak verði árviss viðburður í aðdragandi jóla.

Eftirfarandi er slóð á frétt í Skessuhorni: https://skessuhorn.is/2017/12/13/jolautvarp-gsnb-omar-vikunni/

 

Hugrún Elísdóttir,
Verkefnastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar.
12 smáforrit fyrir jól

Jóladagatal UT-torgs verður í formi umfjöllunar/kynningar á smáforritum sem henta mjög vel í námi og kennslu. Jóladagatalið okkar köllum við „12 smáforrit fyrir jól“.

Einblínt verður á að nýta virku dagana í desember, þannig að fyrsta færslan kemur inn 1. des. sú næsta þann 4. des. og svo koll af kolli.

 

1. desember. Fyrsta smáforritið sem varð fyrir valinu er Canva. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

   

 

4. desember. Annað smáforritið er Padlet. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

5. desember. Þriðja smáforritið er Office Lens. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

6. desember. Fjórða smáforritið er Spilarinn. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

7. desember. Fimmta smáforritið er Microsoft Sway. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

8. desember. Sjötta smáforritið er BeFunky. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

11. desember. Sjöunda smáforritið er BookCreator. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

12. desember. Áttunda smáforritið er Google Drive. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

13. desember. Níunda smáforritið er Puppet Pals. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

14. desember. Tíunda smáforritið er ThingLink. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

15. desember. Ellefta smáforritið er Adobe Spark Page. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).

 

18. desember. Tólfta smáforritið er Orðagull. Smelltu á textann til að lesa umfjöllunina (PDF skrá).