Menntabúðir UT torgs 22. mars 2018

Staðsetning: Stofa H-207 í húsnæði Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð

Hvenær: Fimmtudaginn 22. mars kl. 16:15-18:00

Samstarfsaðilar: Upplýsingatæknitorg, Menntavísindasvið HÍ, RANNUM, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar.

Þemað að þessu sinni er einfalt eða upplýsingatækni í skólastarfi. Dagskráin er enn í mótun og ef þú hefur áhuga á að kynna eitthvað eða fá kynningu á einhverju skráðu það á Padlet töfluna á eftirfarandi slóð: https://padlet.com/uppltorg/menntab1_2018

Einnig getur þú séð dagskránna þar.

Efirfarandi kynningar eru staðfestar:

Þemaverkefnið “Snjalli skólinn minn”, spjaldtölvuteymi Setbergsskóla.

Skynjarar fyrir mocro:bit, RadpberryPi, þjarkaþróunarverkefni, Vísindasmiðja HÍ.

Námsflæði kerfið, Flow Education.

Kafteinninn, Fróði, Málfarimn og Prím, Costner.

Skráning fer fram á eftirfarandi slóð: https://goo.gl/forms/uzE77Nu94dhQ7DGk2

Sjá nánar í Smore auglýsingu https://www.smore.com/n7us3-menntab-ir-reykjav-k?ref=email
Tölvuval í Kelduskóla Vík

Í vetur stóð nemendum í 8.-10. bekk til boða valáfanginn „Tölvuval“ sem Rakel G. Magnúsdóttir hafði umsjón með.

Nemendur unnu að mjög fjölbreyttum verkefnum
• Forritun (html, css og c#)
• Vefumsjónarkerfi (WordPress eða Joomla)
• Raspberry Pi
• Augmented reality
• MakeyMakey

Einnig var CCP sótt heim. Í heimsókninni fengu nemendur góða kynningu á verkefnum og starfsemi fyrirtækisins.

Í lokin var haldið “Nördakvöld”. Þar mætti Rakel með fullt af allskonar “tæknidóti” fyrir nemendur til að prófa. Þar var Makey Makey, Osmo, Dróner, minnsti dróner í heimi, njósnara bíll, Ferari sportbíll, Little bits, Augmented Reality bækur, Google Cardboard svo eitthvað sér nefnt.

Einnig mættu tveir gestafyrirlesarar þeir Eyþór Máni, nemandi í Tækniskólanum (www.tskoli.is) og Arnar frá Dronefly (www.dronefly.is). Eyþór Máni fræddi nemendur um Raspberry Pi smátövur. Sem hann hefur sjálfur lært á og unnið mikið með í sínu námi.
Arnar kom með nýjasta drónerinn til að sýna og kynnti þau fjölbreyttu verkefni sem fyrirtækið hefur tekið að sér.

Eins og sjá má á myndbandi var mikið fjör og margt fróðlegt í gangi.
https://vimeo.com/167676351

Bjarndís Fjóla Jónsdóttir, verkefnastjóri Kennslumiðstöð HÍ
Rakel G. Magnúsdóttir, stundakennari

Myndirnar hérna fyrir neðan voru teknar á „Nördakvöldinu“.
Nýr vefur Námsgagnastofnunar

Námsgagnastofnun var að opna nýjan vef „Upplýsingatækni„. Þar er að finna námsefni og kennsluleiðbeiningar í upplýsingatækni fyrir nemendur í 1.-10. bekk. Markmiðið er að sameina allt námsefni stofnunarinnar í upplýsingatækni á einn stað.

Vefurinn er mjög einfaldur og efnið mun aðgengilega en hefur verið. Nýtt efni sem bæst hefur við flóruna er efni ætlað yngsta stigi grunnskólans má þar nefna forritunarverkefni í Scratch, verkefni í paint, excel, publisher, powtoon og tölvuöryggi.  
Ráðstefna í Norðlingaskóla

Samtök áhugafólks um skólaþróun standa fyrir ráðstefnu í Norðlingaskóla þann 14. ágúst n.k., þemað erTilbúin fyrir tæknina? Sóknarfæri og hindranir!“Að vanda er í boði mjög metnaðarfull dagskrá með fyrirlestrum, málstofum, verkstæðum,  sýningum og kynningum.

Eftirfarandi erindi verða fyrripart dags:

 • „Nátttröll í nýju ljósi?“ Um hættuna á stöðnun kennsluhátta og náms með notkun upplýsingatækni. Ragnar Þór Pétursson, kennari í Norðlingaskóla.
 • Smíðavöllurinn – Stafræn miðlun, skapandi vinna og nám. Björgvin Ívar Guðbrandsson, kennari í Langholtsskóla.
 • Að venda sinni kennslu í kross! Sagt frá speglaðri kennslu (e. flipped classroom) á Háskólabrú Keilis. Hlíf Böðvarsdóttir, framhaldsskólakennari við Háskólabrú.
 • Veröld ný og góð: Um hugmyndir, áætlanir og ótta við ný tæki. Hörður Svavarsson, skólastjóri við leikskólann Aðalþing.

Eftirfarandi málstofur verða seinnipart dags: 

 • „Paddan sem breytti lífi mínu“. Reynsla kennara af gerð kennslumynda með spjaldtölvu. Kristján Bjarni Halldórsson, stærðfræðikennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
 • Rafræn skólastofa – virkjum nemendur til náms. Ágúst Tómasson og Ágústa Bárðardóttir, kennarar í Vogaskóla.
 • Málstofa um innleiðingu tölvu- og upplýsingatækni. Eygló Sigurðardóttir, kennari í Sjálandsskóla.
 • Af skjá í bók. Rannveig Lund, sérfræðingur í lestri og stafsetningu.
 • Nemendur með sérþarfir og upplýsingatæknin. Þorbjörg Garðarsdóttir, kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
 • Spegluð kennsla / Vendikennsla (e. flipped instruction, reversed teaching). Hlíf Böðvarsdóttir, framhaldsskólakennari við Háskólabrú og Soffía Waag Árnadóttir, forstöðumaður Háskólabrúar.
 • Málstofa – Mentor kynnir nýtt viðmót fyrir nemendur. Vaka Óttarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentor á Íslandi.
 • Fartækni og skólaþróun. Sólveig Jakobsdóttir (soljak@hi.is), Skúlína Hlíf Kjartansdóttir (shk10@hi.is).  
 • Forritun – vinnustofa. Rakel Sölvadóttir, Skema.
 • Innleiðing á spjaldtölvum í kennslu – Hvað þarf að hafa í huga? Þóra Halldóra Gunnarsdóttir, Skema.
 • Tæknibrölt í Grundaskóla. Flosi Einarsson og Borghildur Jósúadóttir.
 • GarageBand í kennslu. Ólafur Schram, tónmenntakennari í Sjálandsskóla.
 • Bitsborda appið í kennslu. Hrafnhildur Sigurðardóttir, umsjónarkennari á miðstigi í Sjálandsskóla.
 • Educreation appið í kennslu. Ingunn Þóra Hallsdóttir, umsjónarkennari á yngsta stig í Sjálandsskóla.
 • Námskeið um ratleiki fyrir síma. Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir, verkefnisstjóri Locatify.Náttúrutorg – starfssamfélag náttúrufræðikennara

Markmið verkefnisins er:

 • Að auka samstarf milli náttúrufræðikennara
 • Að skapa gagnabanka náttúrufræðikennara
 • Að auka fagþekkingu kennara
 • Að auka kennslufræðilega þekkingu kennara og getu þeirra til að takast á við verklega kennslu, útikennslu, vettvangsferðir og að nýta upplýsingatækni í sinni kennslu
 • Að auka nýtingu upplýsingatækni í náttúrufræðikennslu

Starfsemi Náttúrutorgs er margþætt:

Vinnustofur: Náttúrutorg hefur staðið fyrir vinnustofum fyrir kennara og mun gera það áfram. Við höfum kallað þær það þar sem kennarar hafa hist, stundum fengið utanaðkomandi fræðslu en stundum miðlað þekkingu og reynslu sín milli og unnið að eigin starfsþróun í samfélagi við aðra kennara. Hægt er að skipuleggja vinnustofur fyrir skóla og kennarahópa. Hafið samband við verkefnastjóra.

Samfélag náttúrufræðikennara : Hluti verkefnisins er að byggja upp starfssamfélag á neti og eru allir náttúrufræðikennarar og áhugafólk um eflingu náttúrufræðikennslu hvatt til að skrá sig í hóp náttúrufræðikennara á Facebook.

Safna í gagnabanka: Það verkefni hefur ekki farið almennilega á flug en mjór vísir er hér og hér á senda inn efni.

Kennsluráðgjöf: Náttúrutorg býður upp á kennsluráðgjöf í samráði við samstarfsaðila. Ráðgjöfin er sérsniðin að þeim sem hana þiggja og getur verið m.a. í formi áhorfs, viðtala, ábendinga á kennsluefni og aðferða. Hafið samband við verkefnastjóra vegna kennsluráðgjafar.

Rannsóknir á náttúrufræðinámi og kennslu: Mikilvægt er að koma á og efla samband skóla og fræðasamfélags. Saman geta þessir aðilar unnið að þróun kennsluhátta og námsgagna. Sjá verkefnin.